Vegna naumhyggju Ómars Ragnarssonar sem hann tyggur í okkur dag eftir dag

 og segir okkur af ágætum raf hjólum sínum og skellinöðru og kvartar undan því að vera sagður öfgamaður maður og að við sem viljum halda í fjölskyldu bílinn og helst komast á honum um höfuðborg okkar allra, nokkuð klakklaust, séum í skotgröfum og hernaður okkar sé gegn honum og loftslagi jarðar. Þetta fjas Ómars núna er líkt og þegar hann var að rembast við að stöðva Kárahnjúkavirkjun og sagði að að rennslis pípum virkjunar mæti breyta í hlaupabrautir, þá fynnst mér þetta þras orðið svo leiðinlegt að hafa verði léttara hjal með.

 

Og því er þetta hér með, um gamlan mílustaur sem mér þótti vænt um.

Við hjónin eignuðumst tvíbura í upphafi og svo komu stelpurnar. Við þurftum því sex manna bíla á þessum tíma enda hentaði það mér vel, þarsem ég ólst upp í bíladellu hreppnum Garðahreppi sem svo sem hét þá og ungir menn með sjálfsvirðingu fengu sér ameríska bíla með alvöru vél, en vegna lítilla efna þá voru þeir venjulega gamlir, en stelpurnar á rúntinum settu ekkert útá það.

 

Í grennd við okkur bjó Magnús Guðjónsson sem fyrstur hóf áætlunar ferðir á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur á kassa bíl með gluggum.og urðu þá leigubíla stöðvastjórarnir Steindór í Reykjavík og Sæberg í Hafnarfirði reiðir, en Manga var slétt sama hafði enda enga þörf fyrir þá. Mangi rak um tíma verslun í litla þorpinu norðan undir Hraunsholtinu og notað þá gamla ameríska bíla til að keyra pantaðar vörur inn í Silfurtún og svo útá Álftanes og allt suður í Hafnarfjörð og virtist sem Mangi væri vinsæll meðal húsmæðra víða. Enda var Mangi skemmtilegur fengi hann kaffisopa.

 

Varðandi bíla þá var naum hyggja ekki til hjá ungum mönnum í Garðahreppi og sama átti við um Manga gamla í búðinni. En eitt sinn sem oftar þá fór Ómar bróðir með Manga að keyra út vörur og voru að koma úr kaffisopa í Hafnarfirði þegar komið var myrkur, hafð Mangi enda víða þegið kaffi og spjall.

Þegar þeir koma út í bílinn, þá heyrir Ómar Manga tauta, engin ljós ! já alveg rétt!!, en það bjargast og svo leggur karlinn af stað ljóslaus og upp að Keflavíkur vegi bíður þar dágóða stund og vissi ekki Ómar eftir hverju hann var að bíða.

 

Svo segir Mangi stundar hátt, þar kemur hann! Ómar leit út til hægri og sér að það er að koma bíll með fullum ljósum og á all mikilliferð og Ómar heyrir að vélin í 1947 Fordinum fer að snúast og svo spólar hann af stað um leið og bíllinn með ljósunum þýtur framhjá og karlinn gefur í til að ná honum og það tekst fljótlega og þá skipir Mangi í þriðja gír og segir helvíti keyri hann.

 

En þessir gömlu Fordar komust auðveldlega yfir hundrað og tuttugu í öðrum gír og voru röskir að því, og það vissi Mangi gamli ljóslega engu síður en við strákarnir.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband