Nú stefnir í að hallæri aukist verulega á alþingi.

 

Þar sem nú stefnir í að við næstu kosningar verði 10. flokkar í framboði þar sem að þrír væru yfirdrifið nóg. 10. flokkar og allir þurfa að tala, það verður varla mikið annað gert á næsta kjörtímabili en að tala og stofna til uppþota. Svona flokka kraðak gagnast sundurlyndis öflum best og laskar lýðræði verulega .

 

Að þessu er ekki spaug gerandi því að sífelld fjölgun flokka sannar bara eitt og það er að megnið af þessu fólki sem að endalaust stofnar flokka sjálfu sér til upphefðar, kann ekki að vinna með öðrum og er þessvegna gersamlega óhæft til að sitja á alþingi, enda er markmiðið að stofna til upplausnar. Þar sem nóg er af rusli, þar er hægt að stofna til hverskonar rusl ríkisstjórnar sem ruslaralýðnum hentar.

 

Þessi sífellda þensla í fjölgum flokka stafar að mestu leiti af því að kommúnistar, og annað öfga fólk á alþingi komu því til leiðar að pólitísk framboð urðu ríkisrekin og því engin áhætta tekin með stofnun flokks það yrði alltaf hagnaður hvernig svo sem færi með framgang mála, að stofna flokk, það er semsagt fjárhagslega hagkvæmt fyrir flokks eigandann, þóað þjóðfélagið hafi bara byrði af þessu. En þeir sem áttu að standa vörð um lýðræðið sýndu sig í því að vera ó þjóðlegar rolur.

 

Verið því á vaktinni og haldið að ykkur amboðunum því að hvenær sem er getur soðið uppúr svona 10 flokka ESB eitur potti. Önnur sturlunga öld??? veit ekki, en mikið yrðu kommar og aðrir ó þjóðlegir lukkulegir.

 

 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Hrólfur! 10 fokkar og þjóðin ekki hálf milljón manns. Reika oft í huganum til þess tíma er Jón Valur heitinn barðist gegn inngöngu í ESB. A þeim tíma bjóst ég alltaf við að rödd hans ofl.næðu að kveða niður hávaða saman flokk Samfylkinga,sem ólm vildi þjóðina þangað inn,en nei það er musteri þeirra. 

Það sýnir sig í þessu flokkatraðaki hve Íslendingurinn er sjálfstæður í sinni virkni en kæmi þjóðinni betur að hann gæti unað vel með stórum andspyrnuflokki.
Ég væri þá kannski að kjósa einhverja sem Jón Valur heitin stóð fyrir;Þjóðarheiður? 

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2021 kl. 13:20

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hér féll niður;næðu að kveða niður hávaða saman flokk Samfylkingar í RÚV.

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2021 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband