Orðsending og fyrirspurn til hr. Björns Bjarnasonar.

Hr. Björn Bjarnason, það vekur athygli að það fólk sem berst nú hvað harðast fyrir því að þriðji orku pakki ESB verði samþykktur, er að miklu leiti samskonar fólk og hafði rangt fyrir sér varðandi Icesave, sem varð okkur til óþurftar, enda var það fólk á sama máli og Hr. Gordon Brown, sem og Jóhanna og Steingrímur allsherjar.

Nú er uppi annað mál sem varðar sjálfstæði okkar og frelsi, þar virðist þú á meðal fremstu foringja í liði fyrir innrás með Tróju hest frá ESB, að því er mér sýnist vera. Finnst þér orð mín bábilja ein, væri þá nokkuð úr vegi að þú segir okkur hér á þessum síðum allan sannleik um þennan pakka frá ESB og hvað margir slíkir eiga eftir að koma.   

Eða getur verið að það sé annað sem þarna liggja að baki?  Ég hef spurt og aðrir hafa spurt en fátt hefur verið um svör annað en að pakki þessi skipti engu máli fyrr en einhver tíman seinna, sem sagt grafið!!!, jarðsprengja?? Þær koma stundum á óvart. 

Þetta er allt frekar loðið og lítur útfyrir að hér séu brögð í tafli sem bregða á fyrir okkur eða ESB.  Værir þú nú ekki fáanlegur til að bregða ljósi á þetta mál og segja okkur einföldum Íslendingum, hvað það er í þessum orkupakka eða umhverfis hann, sem á að vera svo verðmætt fyrir okkur Íslendinga til framtíðar að ómögulegt sé fyrir okkur að hafna honum?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég get nú ekki orða bundist, þegar ég sé hve auðmjúklega þú biður Björn Bjarnason allra náðarsamlegast að útskýra kosti þessa þriðja orkupakka fyrir okkur almenna Íslendinga og hvort einhver óheillyndi búi hugsanlega þar að baki.

Samskipti mín við kauða eru nú satt best að segja á þann veg, að ef ég reyni t.a.m. að lesa boðskap hans hér á blogginu, þá fæ ég aðeins tilkynningu á ensku frá honum eða e.t.v. atvinnuveitendum hans, sem banna tölvu minni allan aðgang að síðu hans og getur því hugsast að ég dæmi hann of hart, þó ég þykist nú vita hvern mann hann hefur í raun að geyma.

Ég geri þó fastlega ráð fyrir að þú sért einungis að grínast með þessu flaðri öllu, en hann er að mínu mati hinn mesti skaðræðis gripur, sem góðir og grandvarir menn ættu í lengstu lög að varast.

Jónatan Karlsson, 9.5.2019 kl. 14:07

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Já og hananú Hrólfur minn! Jónatan orðar þetta ansi vel og tek ég undir með honum. En það er kominn tími á okkur að aðhefjast núna og þá á ég við byltingu og þjóðarstjórn með öllu sem því fylgir. Annars erum við hjónin að gera hjólhýsið klárt fyrir sumarferðirnar og hver veit nema við rötum á ykkur hjúin! Annars er bara allt í góðu nema að landið er að fara til fjandans svona bráðlega. Hafðu góða daga austfjarðagoði og horfðu til veðurs.

Eyjólfur Jónsson, 17.5.2019 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband