Einkabíllinn skal vera blórabögulin.

Sé það rétt að mengun frá einkabílum sé 4% sem ég tel ekki ótrúlegt þar sem ég hef séð þessa tölu nokkrum sinnum koma upp nú á síðustu árum og svo núna sett fram af ekki ómerkari manni en Jóni Magnússyni hæstaréttarlögmanni.

Þá er það sérkennilegt að megin efni mengunar umræðunnar snýr að einkabílum sem menga 4%, en hvað með hin 96% skipta þau engu máli?  

Við hér á Íslandi framleiðum ekki rafmagn með kolum eða kjarnorku ( þó er svo sagt vera á skýrslum um orku  framleidda hér og væri gaman að fá að vita hvaða ódámur ber ábyrgð á þeim lygum.) og við hitum húsin okkar hvorki með kolum eða olíu og heldur ekki með gassi, við hitum þau með jarðvarma og rafmagni framleiddu með vatnsafli. 

Flutningar allir nota olíu hvort sem er á landi sjó eða í lofti og fiskveiðar og landbúnaður ganga einnig  að verulegu leiti fyrir olíu.  Fiskimjölsverksmiðjur allar væri hægt að keyra með rafmagni en stífla í mönnum og eða kerfum veldur því að þær nota olíu og mikið af henni, en einkabíllinn skal vera blórabögulin.   

 


Gáfumanna umræðan.

Í landi þar sem ekki má virkja og ekki má reisa flutningslínur okkur sjálfum til gagns, er tilgangslaust að fjasa um að leggja aflstreng til annarra landa, nema þá með því að setja upp kjarnorkuver á ströndinni þar sem strengurinn á að fara í sjóinn.  Engar línur engar virkjanir og náttúru öfgasinnar geta andað léttar, en skyldi þá ekki vera hentugra að hafa orkuverið á hinum endanum til að losna við tapið í kapplinum?

  


Jón Þórhallsson Kristilega Miðflokknum spyr hvort forsetinn sé að vinna fyrir launum sínum.

Þannig spurningar geta átt rétt á sér.

En það skipti engu máli hvort núverandi forseti er að vinna  eða leika sér.  Hann var kosinn kröfulaust og þó að hið svo kallaða RUV hafi lagt sig mjög fram við stuðning við hann, þá lýsir árangurinn bara stuðningi landans við RUV og núverandi forseta.

Það er svo spurning hvaða vitleysu forsetin vill dusta í burtu, er það RUV eða eru það þeir þingmenn og ráðherrar sem studdu það að ríkið kostaði öll framboð, sem hefur valdið því að flokka kraðak stendur nú alþyngi fyrir þrifum.

 Það yrði sögulegt ef forsetinn ætti að stjórna RUV, hæfileikalaus maður sem á tilveru sína á Bessastöðum undir RUV.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband