Einkabíllinn skal vera blórabögulin.

Sé það rétt að mengun frá einkabílum sé 4% sem ég tel ekki ótrúlegt þar sem ég hef séð þessa tölu nokkrum sinnum koma upp nú á síðustu árum og svo núna sett fram af ekki ómerkari manni en Jóni Magnússyni hæstaréttarlögmanni.

Þá er það sérkennilegt að megin efni mengunar umræðunnar snýr að einkabílum sem menga 4%, en hvað með hin 96% skipta þau engu máli?  

Við hér á Íslandi framleiðum ekki rafmagn með kolum eða kjarnorku ( þó er svo sagt vera á skýrslum um orku  framleidda hér og væri gaman að fá að vita hvaða ódámur ber ábyrgð á þeim lygum.) og við hitum húsin okkar hvorki með kolum eða olíu og heldur ekki með gassi, við hitum þau með jarðvarma og rafmagni framleiddu með vatnsafli. 

Flutningar allir nota olíu hvort sem er á landi sjó eða í lofti og fiskveiðar og landbúnaður ganga einnig  að verulegu leiti fyrir olíu.  Fiskimjölsverksmiðjur allar væri hægt að keyra með rafmagni en stífla í mönnum og eða kerfum veldur því að þær nota olíu og mikið af henni, en einkabíllinn skal vera blórabögulin.   

 


Bloggfærslur 24. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband