7.10.2016 | 12:38
Hversvegna gengur Sjálfstæðisflokknum svona seint að ná vopnum sínum, sem þó eru til í grundvallar stefnuskrá flokksins?
En þessi gamla góða grundvallar stefnuskrá hefur ljóslega glatast í einhverri kompu þar sem nýungaglaðir Evrópusambandssinnar og aðrir flækju fætur hafa hent henni sem gamaldags rusli og vilja ekki að finnist. En ykkur að segja þá eru þar öll vopn sjálfstæðisflokksins eins og að vopn okkar Íslendinga liggja í okkar gömlu Stjórnarskrá.
Formaðurinn er ágætur í fjármálum og hefur sýnt að hann getur hugsað þokkalega skírt en hann lætur stjórnast af Evrópusjúkum kerlingum og peningapungum sem sjá í Evrópusambandinu allt fullt af óbrunnum Evrum, sem spýtast útúr prentvélinni sem keyrð er í örvæntingu á fullu. Formaður er verkstjóri og verkstjóri er til þess að stjórna, svo heyrist formaðurinn segja að hann geti ekkert skipt sér af því sem aðrir ráðherrar eru að gera???
Það er því vænt um að trójuhestar Evrópusambandsins í Sjálfstæðisflokknum flytji sig yfir til Viðreisnar, það verður þá skýrara fyrir hvað þessi Viðreisn stendur. Það er líka til bóta að þeim fækkar í Sjálfstæðisflokknum sem hræra í formanninum ístöðulausa og í því sambandi mynni ég á Icesave og líka það að Evrópusambandsinnar geta ekki verið sjálfstæðismenn, svo ljóst sem það blasir við. Flokkur sem ekki kann að verja sig fyrir óværum, er náttúrulega bara rekald og hefur þar með enga fasta stefnu.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er að stela Sjálfstæðisflokknum frá okkur kjósendum, eins og sést á landsfundarsamþykktum sem svo eru bara hunsaðar, og er um lítið skárri framkomu að ræða heldur en hins siðblinda skallagríms. Ég er frekar íhaldssamur og skipti ógjarnan um lið, en þegar fram er komin flokkur sem segir upphátt stefnuskrá sína og í henni eru mörg þau brýnu mál sem hvergi eru nefnd í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, þá fer maður að ókyrrast.
Af hverju getur formaðurinn aldrei talað nema til að verjast? Af hverju getur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ekki komið fram sem samstæður flokkur og sagt okkur hvernig hann hyggst bregðast við hinum ýmsu málum sem brenna á okkur nú?
Ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætlað að láta þessi innflytjandamál bara reka sig sjálf, þá endar það með þvílíkum hörmungum að svefngenglarnir í þingflokknum með menntamálaráðherrann í forustu hafa aldrei dreymt um slíkt.
,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.9.2016 | 09:15
Þannig liggur þetta mál,
með flugvöllinn, að við viljum hafa Færeyingana hérna hjá okkur sem og Vestmannaeygingana og Austfirðingana og Vestfirðingana og líka Norðlendinganna, en það virðist engin nenna að segja þetta upphátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2016 | 17:32
Framkvæmdastjórn landssambands Sjálfstæðiskvenna er í vindinum
og grenjar af ergelsi vegna þess að kjósendur völdu vitlaust í svo nefndum Kraga, sniðugt hjá þeim þegar til þess er litið hvernig frammistaði kvenna hefur verið nú síðustu tvö kjörtímabil á Alþingi.
Þar ber fyrst að nefna Jóhönnu Sigurðardóttur sem vann bara að tveimur málum alt kjörtímabil sitt og vegna heimsku sinnar þá tókst henni ekki einu sinni að koma okkur á hausinn, hvað þá að losa okkur við auðlindir okkar og sjálfstæði. Meirihluti kvenna á Alþingi studdi Jóhönnu í báðum þessum málum og sumar skælandi.
Hvernig er hægt að ætlast til að fólk geti treyst svona hjörð, sem bara gasprar en gerir ekkert að gagni. Þess ber og að geta að innan núverandi ríkisstjórnar eru tveir ráðherrar af kvenkyni sem ekki hafa reynst mjög gagnlegir og annar gæti reynst hættulegur verið hún aftur í ríkisstjórn, en það eru og fleiri vandræða konur í stjórnarflokkunnum og væri vel að fyndu sér flokka við hæfi.
Landsambandi Sjálfstæðiskvenna væri sæmast að láta það vera að niðurlægja Íslenskar konur meira en orðið er. Það eru nefnilega konur sem tóku þátt í þessu forvali og ef konur í landsambandi Sjálfstæðiskvenna eru óánægðar með val þeirra þá eru þær sjálfar óhæfar til verka fyrir sjálfstæðisflokkinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
við Íslandstrendur og hættur samfara þeim. Ég held að Árni hafi þar mjög til síns máls og það sem hann sagði um lyfjanotkun Norðmanna við sitt laxeldi, þá kemur manni í hug, og hvað annað.
Á Tenerife og Canaria er ekki til kaldreyktur íslenskur lax, sem við hjónin notum nokkuð á snarl brauð, bara þrár Norskur lax og ég varð fyrir vonbrigðum en taldi að um einstakt tilfelli væri að ræða og reyndi í annarri búð, en hann var jafn þrár.
Í hvert skipti sem ég kem til Kanarý þá eiði ég peningum í að kanna gæði Norska laxins og þau eru alltaf hin sömu. En Norðmenn með sinn þráa sandard eru líklega búnir að þróa upp viðskiptavini sem kaupa þráa laxinn þeirra.
Ég held að það sé óhentugt að fá yfirgangssama, þráa Norðmenn til að hjálpa okkur við að eyðileggja Ísaldarstofnanna okkar, ætli við séum ekki einfær um það, eins og við eru rík skyndigróða gráðugum og regluleysi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2016 | 13:08
Bjarni Benidiktsson
er annað hvort klaufi,flón eða skíthæll og það hefur verið að skírast fyrir okkur nú síðustu daga hvað á við.
Hann seldi land undan flugvellinum og í hvað fór verðmætið?
Hvað þíðir það að skérða mikilvægustu samgöngu æðinna ? eða tilhvers eru æðar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2016 | 11:18
Það vantar átakanlega skinsamlegri reglur um alþingi:
Til þess að koma einhverju skikki á þinghaldið, þá er að athuga að þar eru nú of margir argir og ekki alvitlaust að fækka þeim.
Snjallast væri, að án tillits til fjölda flokka í framboði til alþingis, þá fengu aldrei nema þrír flokkar sæti á alþingi Íslendinga. Það myndi klárlega fækka framboðum þegar framliðu stundir og aðilar legðu sig smásaman meira fram um að vinna saman.
Það að menn geti klofið flokk í tvennt, eingöngu til þess að fá pláss fyrir fleiri formenn og lengri ræðutíma og meiri peninga frá okkur skattgreiðendum, þá er það bara bein ávísun á vandræði.
Það að geta stofnað flokk úr uppsópi af Austurvelli og komist á alþingi bara til að vekja athygli á sjálfum sér og fá kaup fyrir ekki neitt er ekki sæmilegt, jafnvel þó að nafnið á flokknum sé úr ævintýraheimi barna.
Til þess að ná settu marki þá þarf stefnufestu og staðfestu sem ekki næst með mörgum stjórnendum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2016 | 09:29
Ekki er allt sem sýnist og Hanna Birna skrifaði undir samning við trúð
og ekki heyrðist æmt í Bjarna Ben og svo kemur Dagur og vill kaupa land af flugvellinum og Bjarni Ben bregst við snarlega og selur honum landið.
Sé það haft í huga að flugvallar málið er umdeilt og landsbyggðar fólki mjög hugleikið sem og meirihluta Reykvíkinga þá eru vendingar Bjarna Ben ekki til trausts fallnar í þessu máli og lítur nú orðið út sem þeir B.B og D.B E séu samherjar í að drepa flugvöllinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.8.2016 | 07:41
Styrmir oft ágætur á vaktinni sem fyrr og vekur athygli á fjörbrotum Bjartrar Framtíðar,
sem ætlar að flytja tillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um þá spurningu, hvort halda eigi áfram viðræðum við ESB um aðild Íslands.
Umræður um þá tillögu segir Styrmir að sé gullið tækifæri fyrir eftirtalda aðila:
- FyrirGunnar Braga Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra að útskýra hvað hann var að gera með umtöluðu bréfi tilESB, sem ekki var viðurkennt af hálfu forráðamanna þessa sem formlega afturköllun aðildarumsóknar.
- FyrirSigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra til þess að útskýra um hvað hann var að tala við forráðamennESB sumarið 2015 og hann hefur a.m.k. gefið í skyn á Útvarpi Sögu að bæri að skilja sem formlega afturköllun aðildarumsóknar, þótt ESB hafi ekki staðfest það heldur þvert á móti.
- FyrirBjarna Benediktsson, formannSjálfstæðisflokks til að útskýra hvers vegna í ósköpunum flokkur hans lét Framsóknarmenn komast upp með svona vinnubrögð.
Ég tek hér undir hvert orð Styrmis og lýsi yfir undrunn minni á einfeldni og roluskap formanns Sjálfstæðisflokksins.
En svo að sanngirni sé gætt að þá hefur Bjarni sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér í fjármálum okkur til gagns en foringi ( leiðtogi ) er hann enginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2016 | 09:05
Er ekki komin tími á betri stýrimann með smá húmor?
Athugasemdir Styrmis eru akkúrat það sem er og því miður þá er Sjálfstæðis flokkurinn bara á reki nú um mundir.
Að tala niður flokkinn sinn, Það er auðvita ekki heppilegt, en það að segja ósatt er ekki til framdráttar eins og hefur sannast á óþjóðlegu flokkunnum, en að segja ekki neitt er líka lygi sem sannast á óvinsældum Bjarna Ben sem lætur alla sem geta farið í verkfall fá það sem þeir heimta en hina ekki neitt.
Að láta hrekja sig í kosningar áður en kjörtímabilinu lýkur er enn ein blaðsíða í hrakninga sögu Bjarna Ben og við hann verður ekki búið eftir næsta landsfund, nema með hörmungum. En allir verða að njóta sannmælis og Bjarni Ben er góður fjármálaráðherra, en foringi eingin.
Eygló Harðardóttir er fjölþjóðlegur ráðherra húsnæðis og velferðarmála til handa fólki sem kann ekki að eiga heima hjá sér en innfæddum frekar óheppileg.
Óþjóðlega uppsópið af Austurvelli hefur verið með forystu í skoðanakönnunum lengi og hefur hirt til sín fylgi hinna óþjóðlegu flokkanna sem og ungt og gamalt fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Eina pólitíska innrætingin sem á sér stað í þessu samfélagi nú um mundir, er þras um keisarans skegg, afskaplega þreytandi og leiðinlegt fjas sem engu skilar ungu fólki nema leiðindum.
Það að forusta sjálfstæðisflokksins, svo mentuð sem hún á að vera, skuli ekki geta híftsig uppúr þessu fjasi, er bara til vitnis um dómgreindar brest.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.8.2016 | 09:49
Rolur eru ekki heppilegir foringjar.
Sú staðreynd að við eigum flugvöll og hann er þarna og það er ekki hægt að flytja hann og hann kostar ekki neitt annað en viðhald og rekstur, gerir það að verkum að okkur vantar ekki flugvöll, en okkur vantar styrkari stoðir undir heilbrigðiskerfið sem Steingrímur traðkaði niður og jafnvel vantar okkur nýjan landspítala.
Ef fjármunir eru aftur og aftur notaðir í vitleysu, eins og tildæmis Rögnunefndir, þá eignumst við aldrei það sem okkur vantar. Okkur er vandi á höndum, Landsvirkjun er enn í höndum Jóhönnu Sigurðardóttur. Jóhanna rak fólk og setti sitt fólk staðinn og þar með tryggði hún völd sín eftir sinn dag á valdastóli og Bjarni, Sigmundur og Sigurður Ingi láta sér það vel líka, sem og öll hjörðin á Alþyngi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)