11.11.2010 | 11:04
Hvernig væri að hlusta á Sigurð Líndal?
Það er meira en alvarlegt ef svo er að Valdimar Samúelsson hefur rétt fyrir sér. Það væri kannski ekki svo vitlaust að hlusta á Sigurð Líndal og fara svo að huga að því að fara eftir stjórnar skránni og setja refsilög þar við. Það er nefnilega svo að það er alveg sama hvað það eru samin merkileg lög eða stjórnarskrár, allt er það lítils gilt ef ráðherrar geta endalaust teygt og sveigt lögin að sínum þörfum.
Við landslýður þurfum að borga þúsundir fyrir að gleyma að fara með bílinn í skoðun, og þúsundir fyrir að aka á 97km hraða, og nefnið það bara hvað það er einfalt fyrir okkur þrælanna að koma okkur í þá aðstöðu að fá hamingju samlega að borga sekktir eins og ótíndir glæpamenn. En ráðherrar bera enga ábirgð á gerðum sínum fyrr en þeir eru hættir, enda þá komnir í sömu aðstöðu og við hinir almennir borgarar þessa lands.
Landsdómur varð ekki til í þeim tilgangi að sækja til saka almenna borgara þessa lands heldur til handa starfandi ráðherrum í þeirri von að þeir finndu hjá sér hvöt til að fara eftir lögum og stjórnarskrá. En það lítur svo útfyrir að með landsdóm geti ráðherrar farið með eins og hund og siga frá sér hvert þangað sem geð þeirra bíður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2010 | 00:14
Að virða eða sýnast.
Ég tek mjög undir orð Hallgríms Sveinssonar MBL 30/okt ´10. Það er sitt hvað að virða eða sýnast.
Án þess að vera viðstaddur til að meta, þá treysti ég Hallgrími Sveinssyni fyllilega til að gæta að heiðri Jóns Sigurðssonar, og raunar mun betur en flónskum snobbhænsnum að sunnan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2010 | 10:14
Vantar viðurlög?
Í grein nr. 20 í stjórnarskrá stendur að engan megi skipa sem embættismann, nema hann hafi Íslenskan ríkisborgara rétt.
Hvernig skildi standa á því að Jóhanna Sigurðardóttir og Ó. Grímsson skuli ekki hafa þurft að svara til saka vegna 20. Greinar stjórnarskrárinnar? Eða var það ekki hún Jóhanna sem lagði til norskan ríkisborgara sem seðlabankastjóra og var það ekki hann Ólafur sem veiti embættið?
Eða er seðlabankastjóri ekki embættismaður? Eða er grein nr. 20 í stjórnarskránni bara bull?
Getur það verið að lög séu bara til handa sumum en ekki öðrum? Getur það verið að það séu eingin refsiréttar ákvæði til vegna brota á stjórnarskrá? Sé það svo, þá vantar okkur ekki nýja stjórnarskrá heldur viður lög vegna brota á henni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2010 | 22:53
Kerling og fláráður:
Sé það svo að við Íslendingar viljum endilega ganga í björg Evrópusambandsins eigum við Þá ekki að fá tækifæri til að segja það sjálf? Varla er elliær kerling og fláráður svikahrappur samnefnari fyrir okkur Íslendinga alla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2010 | 00:12
Vantar skæri !!!
Nú höfum við Ögmund gúmmý karl og Steingrím hin fláráð og Össur víðförla og skrípaling og svo hana Jóhönnu ermalöngu og þá vantar fátt fleira en skæri til að klippa framan af ermunum svo loppurnar nái fram úr og hún þessi dugnaðar kona geti farið að vinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2010 | 09:35
Það er merkilegt með VG,
að það er alveg sama hvaða afglöp flokksforustan gerir, þeir bara mögla og væla, einstaka slær sér á brjóst og þykist vera eitthvað en svo gerist ekki neitt. Það er alveg sama hvaða þvaður Jóhanna fer með, Steingrímur er svo hræddur við hanna að hann beygir sig umyrða laust enda er maðurinn heigull.
Maður sem þorir ekki að setja orð sín á prent, maður sem þorir ekki að setja svör sín á blað þegar hann er spurður það er heigull. Ég þekki þetta því ég gerði tilraun til að fá Steingrím til að setja nokkur svör sín á blað svo það væri hægt að hafa á því reiður hvað maðurinn meinti, án útúrsnúninga.
En Morgunblaðið brást mér í úrslita tilrauninni og er mér nær að halda að þá hafi Steingríms liðið náð að semja við einhverja þar innanborðs. Þegar hann hafði unnið þar sigur þá sendi hann mér persónulegt slepju bréf með útlistunum á því hvað allt væri erfitt og svo hinu að hann væri mjög góður drengur. Svör við spurningum mínum sáust hinsvegar hvergi.
Ögmundur sagði af sér að því er skilja mátti vegna hrottaskapar Jóhönnu og Steingríms, en samt studdi hann ríkisstjórnina, það var allt í lagi þó allir aðrir en hann væru beittir hrottaskap. Nú er þessi gúmmíkarl orðin dómsmálaráðherra vegna þess að þar var Ragna og var vinsælust ráðherra og þar vill Ögmundur vera en ekki í heilbrigðis ráðuneytinu þar sem Jóhanna og Steingrímur ætluðust til leiðra verka.
Ögmundur er þess vegna líka heigull að hafa ekki þorað að segja eins og var um brottför sína úr heilbrigðis ráðuneytinu. Það er sama hvar er litið á þingmanna líð VG sem er sífellt að reyna að gera sig gildandi, að um leið og Jóhanna skipar þá segir Steingrímur þeim að setjast á rassgatið og hlíða og þeir gera það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2010 | 23:29
Til glöggvunnar.
Fólk er nú að upp glöggva ný sannindi, sem eru þau að velferðarstjórnin er verri en hrunstjórnin svonefnda. En þegar kolbítar og bersekkir fara af stað undir stjórn fláráðra þá verður ekki svo auðveldlega ráðið við atburðarrásinna.
Samfylkingin var um borð í hrunstjórninni með Geir, en hjá henni er aldrei á vísan að róa svo sem Geir hefur nú reynt, enda er hún uppsóp ónýtra flokka afganga og því auðgirnt til lags við sýnsjúkar siðblindar peningabullur.
Á það reyndi þegar lagt var til atlögu við einokunar tilburði í fjölmiðlun. En fjölmiðlalögin slökktu endanlega á dómgreind Samfylkingarfólks og Vinstri grænna, og Ó. Grímsson sem á þeim tíma var en þá velkomin hjá Samfylkinnunni og peninga bullunnum, studdi sitt fólk að sjálfsögðu.
Lögin um fjölmiðla voru um innanlandsmál, sem hvaða ríkistjórn sem á eftir kom gat breitt væri til þess meirihluti á þingi. Iceave lögin voru allt annars eðlis og eftir komandi ríkistjórnir hefðu þar engu getað breitt eða lagfært og því hefði ekki verið um annað að ræða en að loka öllum skólum og sjúkrahúsum á meðan verið væri að fiska uppí það stóra gat sem Evrópusambandið vildi sérsmíðaða handa okkur.
Þetta voru því verulega ólík mál og í öðru þeirra tók Ó. Grímsson afstöðu með fjölmiðlum peninga bullanna og fylgi fénaði þeirra ( að honum meðtöldum )en í Iceave málinu tók hann afstöðu með hagsmunum þjóðarinnar og sér sjálfum eftir langan umhugsunarfrest.
Heimild einhvers manns til að neita að undirskrifa lög samþykkt á alþyngi á ekki að vera í höndum aðila sem gæti verið kosin með 20% atkvæða. Það er alveg sama hvað við megum vera Ó. Grímssinni þaklát vegna Iceave, þá á þetta vald á ekki að vera í hans höndum. Öryggis ventlar samfélagsins verða að vera skipaðir með tryggari hætti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2010 | 14:43
Verði gæfan okkur liðholl,
þá mun það samt takka okkur mörg ár að afla okkur virðingar á ný eftir subbuskap Jóhönnu og rakka hennar.
Enn lendum við í vann lukku Evrópusambandsins þá er ekki eftir neinu að bíða með að finna sér búsetu sem næst miðju valdsins eða það sem líklega er best, fyrir utan valsviðs þess.
Evrópusambandssinnar mega alveg fara að segja mér hversvegna við afkomendur þeirra sem fæddust í torf húsum og smöluðu á sauðskinsskóm og fóru að heiman gangandi fjórtán ára um tvöhundruð kílómetra leið með eina krónu og sjötíu og fim aura í vasanum og komu mér til manns og samfélagi okkar í það stand að vera á meðal þeirra fremstu í heimi hér.
Ég spyr aftur, hversvegna þurfum við að skammast okkar fyrir að vera samviskusamir, ærlegir, undarlegir og skrítilegir, duglegir og stoltir Íslendingar sem viljum halda minningu áa okkar til haga.
Þegar áar okkar fengu það frelsi sem vantaði til að þeir sæju árangurinn skila sér inná við þá fóru þeir af stað við að byggja undirstöður velferðarríkis og þær eru en til.
Barn þarf margt að læra til þess að standast álagsprófannir lífsins og svo er og um samfélög sem eru að uppgötva sig.
Gáum að því að Bretar og Danir hafa margra alda reynslu af að stjórna sjálfum sér en við höfum ekki en ná öld í því efni, og ættum því ekki að dæma þá einstaklinga sem þorðu og nenntu umfram okkur hin að vera í okkar forsvari á örlaga tíma. Þeir einstaklingar voru valdir af okkur og dæmi hver sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2010 | 21:37
Einlæg trú hlýtur að skapa sátt við gerðir Guðs.
Ef þessi Jenis af Rana er vitlausasti maður í Færeyjum, þá eigum við miklu vitlausara fólk hér á Íslandi og er einn sá vitlausasti nú um mundir utanríkisráðherra hér uppi á Íslandi, en hann starfar helst fyrir Evrópusambandið og flækist á meðal fyrir menna í Evrópu í þeim tilgangi að boða fagnaðar erindi Jóhönnu Sigurðardóttur, en þau eru mjög Evrópu trúað fólk.
Þessi kjánalegi maður skapaður af Guði eða náttúrunni, kemur þar fram sem Evrópu hirðfífl og var talið þar af sumum að hann ætti ætir að rekja til Vembils nokkurs, þeim er hafði embætti hirðfífls í sögunni um Ívar Hlújárn. Sá næst vitlausasti sem við getum státað okkur af, er að því er ég síðast frétti í heimsókn hjá þeim frændum okkar og vinum í Færeyjum og er þar með talin Jenis af Rana.
Jenis af Rana má hafa sínar skoðanir samkvæmt Íslenskri stjórnarskrá og þar með væntanlega líka Danskri. En ég held að í Færeyjum skipti þær skrá ekki svo miklu máli, heldur öllu fremur almanna rómur. Það getur eingin, ekki einu sinni Náttúran eða Guð skipað konu að búa með karli sem henni líkar ekki við og ef við að hyllumst einhverskonar jafnrétti þá hlýtur það sama að gilda um karla.
Sköpunarverk náttúrunnar eða Guðs er ekki að fullu skilið, enda verið um það deilur lengi hvort sköpunin og þróunin sé Guði að þakka eða kenna eða hvort hægt sé að kenna náttúrunni um vammirnar en Guði kostina. Þeir sem trúa í einlægni á Guð, hljóta að sætta sig við framleiðslu hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2010 | 15:05
Það þarf að skera afdráttarlaust á milli ríkis og trúfélaga.
Trúarbrögð voru stjórn kerfi samfélaga til forna og svo er en sumstaðar. Hér á landi eru þau almennt stjórnkerfi trúfélaga en eitt þeirra hefur þó sérstöðu.
Við höfum svo annað stjórnkerfi til að stjórna samfélaginu og það stjórnkerfi á ekki að styðjast við eitt eða annað stjórnkerfi, það á að vera sjálfstætt. Við erum öll undir sömu lög sett, og höfum rétt til að þegja eða segja.
Það breytir engu þó að Íslendingum hafi verið nauðgað til að afsala sér barnstrúnni tvisvar, þeir eru ekkert skyldugir til að standa undir trú gamalla sérvitringa. Múslími lætur drepa dóttur sína vegna skammar sem hann telur sig hafa orðið fyrir. Hver var sökk hennar fyrir nátúrunni?
Samkvæmt boði sérstöðu reglunnar á Íslandi, þá hlustar prestur á sóknar barn sitt þylja raunir sínar og hann hefur með vígslu sinni samþykkt trúnað og þar með þagnar eið, þann eið getur hann ekki brotið hvað sem líður bulli í biskupum og öðrum ætluðum gáfu mönnum .
Heiðin maður svíkur ekki loforð, hann gefur ekki loforð nema þess aðeins að hafa tryggt að það fram gangi. Þar við liggur hans heiður eða heiðursleysi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)