Það er ekkert undarlegt að RUV haldi uppi vörnum fyrir Guðna

og beit þessum efnaðasta miðli honum til dýrðar, vegna þess að það var gengið sem hefur eignað sér það sem átti að vera hlutlaust ríkisútvarp, sem útvegaði Guðna stólinn á Bessastöðum.

 

Auðvita getur Guðni forseti farið að stjórnarskrá ef hann bara vill það og fær umboð til þess hjá ESB RUV, og ESB systur flokkunum Samfylkingu og Vinstri Grænum.

 

En komið hefur í ljós að Guðna er nákvæmlega sama um vilja og hag almennings á Íslandi, enda lipur í ESB taumnum, en það sem verra er að hann er svo loppinn að það er algerlega fráleitt að treysta honum fyrir fjör eggjum okkar Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rétt. Ég er hjartanlega sammála þessu. Fréttastofa Rúv hefur hagað sér miklu fremur eins og deild í stjórnarráðinu heldur en þjónustustofnun hingað til. Sjá til dæmis þessar skoðanakannanir, sem Rúv og Stöð2 eru alltaf að birta núna mest til heimabrúks, þar sem Guðni hefur yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og Guðmundur aðeins átta eða tíu prósent(trúlegt eða hitt þó!), allt gert til að hafa áhrif á kjósendur og fá þá til að kjósa þeirra mann, svo að hann fái mun fleiri atkvæði en í fyrsta kjöri og yfirburða kosningu. Ekki veit ég, hverjir það eru, sem eru búnir að gera Rúv að pólitískri deild í Stjórnarráðinu, en það hljóta að vera einhverjir, sem gera sér ekki grein fyrir því að útvarp er þjónustustofnun, sem á að vera óháður og hlutlaus aðili í þjóðfélaginu, og má því ekki taka svona afgerandi pólitíska afstöðu í neinum málum, eins og Fréttastofa Rúv er búin að gera lengi. Að vísu hafa alltaf starfað fjöldinn allur af vinstra fólki þar, en þeir héldu sig til hlés með sínar pólitísku skoðanir, og t.d. Stefán Jónsson blandaði aldrei saman alþingismanninum og fréttamanninum. Þannig eiga menn að vera. Framkoma fréttamanna Rúv í dag er reginhneyksli. Ég get ekki sagt annað. - Varðandi Guðna sjálfan, þá kaus ég hann ekki og hafði enga trú á honum í þetta embætti, fannst hann ekki vaxinn í það, auk þess sem mér blöskraði alveg tal hans um sjómannastéttina og landhelgisdeilurnar. En auðvitað vill bæði Rúv og ESBflokkarnir á þingi hafa svona sætsúpustrák í embættinum, sem þeir geta haft í vasanum og látið sitja og standa eftir sínum orðum og reglum. Hvað annað? - Ég vona, að Guðmundur Franklín komi ekki alltof illa út úr kosningunum á laugardaginn, þrátt fyrir andstreymið á móti honum af Rúv og Stöðvar2 hálfu. Að öðru leyti er það sérstakt rannsóknarefni, finnst mér, hvernig fréttastofa Rúv hefur breyst. Þetta getur ekki gengið svona lengur. Mál er að linni.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2020 kl. 12:09

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk fyrir lið veisluna Guðbjörg Snót og í sambandi við Ríkisútvarpið sem endalaust er ausið í peningum án þess að við landar fáum þar nokkru um ráði, þá verður alþingi sífellt ó skilvirkara vegna ójöfnuðar við flokka frá hendi þessa svonefnda RÚV. Flokka kraðak sem elur frekar á úlfúð en samstafi, stendur okkur nú fyrir þrifum,

Hrólfur Þ Hraundal, 23.6.2020 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband