Páll Vilhjálmsson 1/12/18, hér á bloggsíðunnum fjallar um

 „fullveldið embættismenn og þriðja orkupakkann“ og vitnar hann þar í hugvekju til Íslendinga sem Jón Sigurðsson er höfundur að og birtist hugvekja þessi  í Nýjum Félagsritum 1848.

Ég leyfi mér að setja þessa samantekt Páls Vilhjálmssonar hérna og hef ég orð Jóns feitletruð.

Páll segir:

Þótt 170 ár séu liðin frá hugvekjunni er enn að finna þar margt sem á beint erindi við samtímann. Hér talar Jón um embættismenn:

þjóðin er ekki til handa embættismönnum sínum, heldur eru þeir handa henni; hún á því með að krefja þá reikníngskapar fyrir stjórn þeirra, og þeir eiga að svara;

Embættismenn eiga það til, nú sem fyrr, að starfa ábyrgðalaust í þágu annarra hagsmuna en þjóðarinnar. Gefum Jóni aftur orðið:

Hafi þessvegna þjóðin ætlað að leita ábyrgðarmanns fyrir eitthvað sem aflaga fór, þá hefir enginn fundizt, hver hefir vísað frá sér og kennt yfirboðara sínum, og svo koll af kolli.

Íslenskir embættismenn hafa á síðustu árum dundað sér við að koma raforkumálum Íslendinga í hendur útlendinga – Evrópusambandsins. Veik lýðræðislega kjörin stjórnvöld, þ.e. þingmenn og ráðherrar, hafa fremur verið strengjabrúður í höndum embættismanna en fulltrúar almannahagsmuna.

Á aldarafmæli fullveldisins yrði það falleg gjöf til þjóðarinnar, og til heiðurs minningu Jóns Sigurðssonar, að stjórnmálamenn tækju fram fyrir hendur embættismanna og afþökkuðu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Í framhaldi má skila tveim fyrstu pökkunum frá Brussel.

Jón skrifaði hugvekjuna á byltingartímum. Þjóðir risu upp gegn einveldi. Óábyrgt og umboðslaust embættismannaveldi er ekki hótinu betra en einveldi.

Takk fyrir Páll Vilhjálmsson.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband