1.11.2018 | 10:20
Samkvæmt umfjöllun um undarlegar skírslur landsvirkjunar,
þá skilst mér að stjórn landsvirkjunar haldi því fram að hluti af raforku framleiðslu hennar sé framleiddur með kolum, olíu, gasi, og kjarnorku. Það er því ekki úr vegi að spyrja, hvaðan þær reglur eða tilskipanir eru komnar, sem neyða stjórn landsvirkjunar til svona fölsunnar?
Eða getur verið að stjórninni sé þetta engin nauðung? Ef svo er, hver hefur þá hag af þessu?
Getur verið að þessi fölsun á raforkuframleiðslu á íslandi standi í einhverju sambandi við hið guðdómlega Evrópusamband þýsku kanslaranna? Eða kannski ætti frekar að segja köngulóanna sem merg súga allt á jaðri vefsins og langar til að ná okkur í vefinn líka. Þar föst í vefnum, yrðu einhverjir sælir, alla veganna gávaða fólkið í Viðreisn svo og Samfylkingar vitið og náttúrulega sjóræningjarnir o.f.l .
En hver eða hverjir gáfu skipun, eða heimild til að að spinna svona lygavef og hver hefur hag af honum? Óneitanlega hefur þessi vefur, svip af vef með miðju í Berlín og þó að nokkuð hafi verið fjallað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins, þá þegja þeir sem helst ætu að tala. Ég man ekki eftir mikilli umræðu um orkupakka eitt og tvö, en þeir voru samþykktir og lítur helst út fyrir að þannig eigi að láta þann þriðja renna í gegn velsmurðan, óskoðaðan og óþarfann.
Af náttúrulegum átæðum þá höfum við enga þörf fyrir að vera í einhverju heilögu ófrávíkjanlegu orkusambandi við Evrópu, Asíu eða Ameríku. Við kaupum það eldsneyti frá þeim sem vilja selja okkur það en við seljum ekki út orku sem hráefni heldur notum hanna hér heima til að framleiða tilbúna vöru. Það væri vænt um að það fólk sem veit hvernig stendur á þessu misferli, komi út í ljósið og segi okkur það, helst áður en að blaðrið og innsmurninginn um þriðja orku pakkann hefst í þinginu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.