8.7.2017 | 12:34
Fatlaðir, gamlingjar og siðblindir ráðherrar.
Til lífeyrisssjóða var stofnað af fólki með fyrirhyggju og þeir ætlaðir til að létta því fólki lífið síðustu æviárin. Lífeyrissjóðir væru ekki til nema vegna þeirra manna, sem unnu fyrir þeim peningum sem í þá hafa safnast og mótframlag atvinnurekanda væri heldur ekki til nema vegna vinnu sömu manna. En þeir sjóðir gagnast eigendum sínum mun verr en stjórnendum þeirra og starfsmönnum.
Aumkunarverðir eru þeir sem urðu til þess að eyðileggja upphafsmarkmið lífeyrissjóðanna og er þeirra helst að leita innan ríkisstjórna og verkalýðs frömuða síðustu fimmtíuára. Ríkisstjórnir allar hafa bæði leynt og ljóst stolið söfnunar fé sem fólk á starfsaldri ætlaði til að létta sér lífið síðustu æviárin.
Löngum áður voru það helst prestar sýslumenn og stórbændur sem nídust á varnarlausum í nafni guðs og manna laga, en nútíma ómerkingar þurfa eingin lög, nema þá helst ólög og ekki verður annað séð en að þingflokkur allrastétta sé hinn lukkulegasti með árangurinn.
Ærlegir trúðu ekki öðru en að þetta mál myndi fá réttan framgang,en þegar ausið var út launahækkunum til allra sem höfðu verkfallsrétt, en gamlingjar skildir eftir þar sem gagnsemi verkfalls gufar upp nái menn því sauðvitlausa marki að verða gamlingjar eða öryrkjar.
Á grautarskálar þingmanna, ráðherra og áhangandi gæðinga, var velausið og ekki er að sjá að þeim hafi orðið bumbult, vesalings fátæku verkalíðforingjunum, sem hafa látið sér vellynda ósóma sýndum eigendum lífeyrissjóða í fimmtíu ár.
Flokkur allra stétta hefur oft verið við völd á þessum tíma og við sem lengst höfum kosið hann vegna hans grundvallar stefnuskrár höfum verið svikinn, sem og þeir sem þá stefnuskrá sömdu. Það er því ekki auðséð hvernig við gamlingjar og öryrkjar getum kosið flokk allra stétta með núverandi forustu.
Athugasemdir
Það þarf eitthvað mikið að breytast hjá flokki allra stétta, það segirðu satt. Helst er ég á því að þar vanti fólk með annan þankagang í forystuna. Litlaust og hugsjónasnautt fólk er orðin uppistaða þingliðsins og á það við um alla flokka. Það er allur karakter úr þingheimi. Miðjumoðskjaftæði og blaður að mestu, en ekki tekið á þeim málum sem virkileg þörf er á. Lífeyrissjóðasukkið og innflytjendamálin, svo eitthvað sé nefnt.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 8.7.2017 kl. 14:29
Þakka þér Halldór Egil Guðnason að lita við og gefa stuðning, sem og á tíðum skemmtilegt mál og skellegt.
Flatneskjan í Íslenskum nútíma stjórnmálum stafar að verulegu leiti af of mörgum flokkum, sem margir eru til orðnir vegna sér hagsmunna og eiga því ekkert erindi á Alþyngi. Mitt álit er að setja þurfi um það reglu að aldrei sitji á Alþingi fleiri flokkar en þrír, án tillits til hvað þeir voru margir í kjöri.
Það myndi kenna mönnum að vinna saman fyrir kosningar og sá lærdómur gæti komið að gagni eftir þær.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.7.2017 kl. 19:47
Síðan að fjöldi kerlinga í þingsal hefur aukist verulega undanfarin ár, því minna er gert sem skiptir máli.
Svo má náttúrulega benda á að þetta eru óþroskuð ungmenni mikill hluti af þessu sem að hefur ekki þroskast ennþá, t.d. má benda á mjög óþroskaðan þingmann sem hvatti til þess að hefta störf Neyðarlínunnar.
Svona fólk á ekki að vera á lögjafaþingi Íslands.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 9.7.2017 kl. 18:56
Takk Jóhann Kristinsson, fyrir skírt mál og það er rétt að kvenkostur sá sem hefur verið að flækjast um á Alþyngi nú síðustu kjörtímabilin hefur ekki verið til virðisauka fyrir konur sem þyngmenn.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.7.2017 kl. 21:53
Hrólfur minn, þú átt að hrista frammúr erminni öll svona mál allt sumarið og gjarnan allan veturinn og sjá svo áranginn næsta vor.
Eyjólfur Jónsson, 17.7.2017 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.