20.11.2016 | 08:53
Hversvegna fá ólöglegir innflytjendur verðlaun fyrir sín afbrot, en Íslendingar sekkt.
Þjóð sem ber virðingu fyrir sjálfri sér og landi sínu ver landamæri sín, enda urðu til sérstakir flokkar um svoleiðis mál í Svíþjóð og þýskalandi og þessir flokkar bara stækkuðu og fitnuðu þar til stjórn völd tóku að óttast um sinn hag, sáu að sér og tóku upp stefnu þeirra. Hér á Íslandi setur alþingi lög sem galopna landamæri okkar, það má ekki verja þau.
Frá því ég fyrst heyrði og sá þennan Trump sem verður forseti Bandaríkjanna tuttugasta janúar næst komandi, þá hefur mér þótt maðurinn leiðinlegur, sem og öll efnistök í þáttum hans. Sem forseta frambjóðandi kom í ljós maður sem var illa að sér um margt en sérstaklega var fákunnátta hans í mannasiðum átakanleg. En það er ýmislegt sem hann hefur nefnt og er full ástæð til að ræða og ekki bara í Bandaríkjunum heldur og líka hér.
Trump vill ekki ólöglega innflytjendur og smyglara. Ég sé ekkert athugavert við það þó að maðurinn vilji ekki að lög séu brotin, en hér lítur útfyrir að bannað sé að banna ólöglegum innflytjendum að koma og búa hjá okkur á hóteli, að því er virðist að minnsta kosti í tvö ár. Sagt hefur verið að seinagangur í þessum málum stafi af því að svo mikið verk sé að skoða mál hvers og eins ólöglegs innflytjanda. Ef allir Íslendingar væru svona ó frjóir og loppnir, þá gerðist ekkert hér á Íslandi. Lögfræðingar láta svo ekki sitt eftir liggja þar sem hagsmunir þeirra eru svo augljósir.
Trump vill setja hömlur á aðstreymi múslíma, hér á Íslandi er bannað að nefna slíkt. Múslímar hafa ekkert hér að gera, vegna þess að þeir eru með sína eigin stjórnarskrá sem þeir meta æðri okkar Íslensku stjórnarskrá. Auðvita geta múslímar komið hingað sem gestir með takmarkað landvistarleyfi, en ættu aldrei að geta orðið ríkisborgarar hér. Það er nefnilega dauðasök að yfirgefa Íslam sem og sálmana í stjórnarskránni þeirra.
Ólöglegir innflytjendur er fólk sem er að fremja ólöglegt athæfi. Við Íslendingar megum ekki fremja ólöglegt athæfi, það er bannað. Ef við fremjum ólöglegt athæfi þá fáum við kæru, dóm, sekt og mögulega skaðabóta kröfu og fangelsi. En ólöglegir innflytjendur fá verðlaun, öruggt húsnæði, vernd, mat, lögfræði aðstoð, frelsi og vasapeninga sem og landvistarleyfi þangað til Þjónusturnar gæskuríku neyðast til að gera það sem þær eru ráðnar til, en helst lítur útfyrir að þær geri bara það sem þeim best hugnast, eru enda ekki til varna, heldur innleiðingar. Hverjir skyldu ráða fólk til þessara starfa?
Það er engin hagur í ólöglegum innflytjendum, nema fyrir lögfræðinga, flugfélög og leigusala. Fyrir allt þetta og meira til borgum við íslenskir skattborgarar. Þá vaknar ein spurning, hvaðan koma laun áróðursmanna fyrir ótakmörkuðum innflutningi fólks sem það endalaust hvetur til að koma hingað? Þar eru þingmenn mjög framarlega og þarf einhver sem aðstöðu hefur til að gera um þá lista fyrir vorið. Rauðikrossinn er drjúgur áaróðurs klúbbur í þessu efni og þar með styrki ég Rauðakrossinn ekki framar. Miklu nær væri að styrkja Konukot, en ekki í gegnum Rauðkrossinn því að þá skilar það sér ekki, og svo velgerðar félög utan við Rauðakrossinn svo sem björgunarsveitir.
Hvenær skyldi einhver flokkur á Íslandi ná þeim þroska að bjóða uppá að landamæri okkar verði varin? En ekki uppá gátt eins og á pútnahúsi.
Athugasemdir
Vandamálið, sem þú ert að hoppa í kringum eins og heitan graut. Er að Ísland er kommúnistaríki. ESB eru Sovét ... þetta er þáttur sem búið er að ræða, og benda á síðastliðin 15 ár.
Fjölmenning, er "barn" Sovétríkjanna og Kína ... þar sem "trú" er bönnuð, og allir eru undir sama hatt. Í sjálfu sér, má segja, að hugmyndin sé "falleg". En eins og vit vitum þá virkar þetta ekki, Kína er að leggja niður kommúnisma og er orðið kapitalískt ... sama gildir Rússa, sem fleygðu Sovét í sjóin, með öllu sem því tilheyrði.
En Ísland er bara aftarlega á merinni ... eins og alltaf. Vanþróað.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.11.2016 kl. 09:29
Af því að þú átt amk. 15 ára gáfur, þá hefðir þú getað svarað spurningunni þó gleymst hafi að setja spurningamerkið.
Rússar hentu ekkert sovéttinnu, það gliðnaði bara í sundur og varð að dufti og þar með misstu Rússar takið. Þá snöruðu þeir sér í að smala saman því sem nýtilegt var og það var allnokkuð af hergögnum, húsum og flerru sem þeir stálu frá hinum ríkjunum sem voru með þeim í sovéttinnu.
Þannig er það með Rússa að þeir þurfa alltaf að vera að stela einhverju og Kínverjar eru að vaxa til hins sama. Annars var þetta ekki það sem ég var að fjalla um heldur okkar eigin mál, en þau eru náttúrulega fyrir innan þitt sjónsvið.
Hrólfur Þ Hraundal, 20.11.2016 kl. 16:22
Í dag er allt í þvælu hvað stjórn varðar. Ætli endirinn verði þjóðstjórn með Steingrím sem ráðherra? RUV klíkan vill það víst!!
Eyjólfur Jónsson, 27.11.2016 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.