18.11.2016 | 12:41
Að klára ekki kjörtímabilið var mikið óráð, hverjum eigum við að launa það?
Svo sem margir sögðu, þá hefur Það sannast rækilega, að klára ekki kjörtímabilið var mikið óráð. Tveir flokkar í stjórn með góðan meirihluta og mörg góð mál í vinnslu og það veitti ekkert af tímanum fram á vor til að klára þau.
Að vísu var komin annar forsætisráðherra, framsóknarmaður af gömlugerðinni, sem hefði mun betur hentað til að draga herfi austur í flóa. Enn hann notaði stöðu sína til að aðstoða hælbíta við að hrekja fyrrverandi forsætisráðherra af brautinni eftir ósvífna árás á hann úr launsátri af óvinum okkar Íslendinga.
Óvinir Íslendinga eru nr. 1. RUV. Nr. 2. Þeir sem nú smala á okkur hjörðum útlendinga sem nenna ekki og kunna ekki að eiga heima hjá sér. Nr. 3. Það fólk sem hamast við að smíða pólitíska flokka til að eignast formannsstöðu og betri möguleika á ríkispeningum sér til handa.
Til hvers eru forsætisráðherrar? Væntanlega ekki til að smala á okkur óværu. Tilhvers eru formenn flokka? Væntanlega ekki til að útvatna grundvallar stefnuskrá flokka sinna.
Athugasemdir
Sammála, enda er fréttastofuliðið á Sovétfréttastofu Rúv að springa af spenningi og eftirvæntingu, eins og krakkar, sem geta varla beðið eftir að jólin komi, meðan þeir eru að fylgjast með því, hvort Kata geti komið saman einhverri stjórnarnefnu. Hitt er annað mál, hvort sú stjórn muni sitja nema til vors. Ég er ekki ein um það að ætla, að það verði kosið aftur í vor, og þá fari fram þær kosningar, sem áttu réttilega að fara fram þá. Það var náttúrulega algert glapræði að láta eftir þessum óstýrlátu dekurkrökkum í stjórnarandstöðunni og blása til kosninga núna, fyrir nú utan það, að það voru alltof margir flokkar í boði. Ég minnist þess, að einhvern tíma voru einir 18 flokkar í framboði í Finnlandi, og eftir þær kosningar voru sett lög um það, að ekki mættu fleiri flokkar en tíu bjóða sig fram. Það er líka hámarkið, segi ég, og þótt þeir væru færri en það. Kosningarnar í haust voru tóm vitleysa og ekkert annað. Svo er það spurningin varðandi Rúv. Í því sambandi hef ég verið að velta fyrir mér, hver það sé, sem stjórni raunverulega hér á Íslandi. Stjórnarskráin segir, að það eigi að vera forseti og ríkisstjórnin, en svo virðist, sem fréttastofuliðið á Rúv hafi framkvæmt hljóðláta byltingu hér á Íslandi, og sé yfirvaldið, sem öllu ræður. Þeir hafa sinn forseta á Bessastöðum, og nú lítur út fyrir, þrátt fyrir vilja kjósenda, að þeirra ríkisstjórn sé í burðarliðnum, þó að ég skilji nú ekki alveg, hvernig hægt er að hafa deyjandi flokk eins og Samfó með í því liði, þar sem hann er varla stjórntækur. Ég er alveg búin að fá nóg af þessu Sovétfréttastofuliði Rúv, og finnst kominn tími til að fara að losa okkur við þetta útvarp, og láta VG og Samfó, þess vegna Pírata reka það fyrir sig, og stofna annað og raunverulegra Ríkisútvarp, sem væri líkt því, sem við þekktum hérna í gamla daga, og gætti hlutleysis síns, og hefði fréttastjóra á borð við Henrik Ottóson og Margréti Indriðadóttur í forystunni. Þá væri fyrst eitthvað vit í hlutunum. Þetta gengur ekki lengur, eins og ástandið er núna. Það væri miklu betra, ef starfstjórnin sæti til vorsins, og þá yrði kosið aftur, sem eins og ég sagði, fleiri en ég trúa að verði, og Framsókn gæti náð vopnum sínum aftur á þeim tíma, svo að þeir Bjarni og Sigurður Ingi geti haldið áfram að stjórna landinu. Ég treysti hvorki Kötu né neinum úr vinstra liðinu til að stjórna landinu. Þetta lið kann ekkert að stjórna yfirleitt, hvorki flokkum né landi. Svo mikið er víst.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2016 kl. 18:35
Takk fyrir Guðbjörg Snót, þetta er allt rétt sem þú segir. Vandi okkar er RUV, sú peningahít, ófreskja sem eingin virðist bera ábyrgð á, þó ég hafi haldið að kjáninn, rolan í menntamála ráðuneytinu og formaður hans flokks ættu að svara fyrir, þá ausið er skattfé okkar í þá maskínu okkur til óþurftar og vansæmdar.
Það kostar að heyja kosninga slag en mun minna fyrir þá sem njóta stuðnings RUV, þannig að RUV passar ekki inní lýðræðis ríki. En samt heyrist ekki púst um þetta mál frá lýðræðisflokkunnum, eða lýðræðisflokknum.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.11.2016 kl. 22:58
Komið þið sæl bæði - Hrólfur Vélfræðingur, og Guðbjörg Snót, sem og aðrir gestir þínir, Hrólfur !
Þið farið - villur vega, hvorutveggju.
Áframhald: óstjórnar Sigurðar Inga (Sigmundar Davíðs), og þeirra Bjarna, hefði engu breytt / til nokkurra betrumbóta, fyrir íslenzkan almenning, fremur en hinna illskeyttu og lygnu fyrirennara þeirra: frá árunum 2009 - 2013 Jóhönnu og Steingríms J., t.d.
Fremur en - líklegra arftaka þeirra, hinnar gleiðglottandi Katrínar Jakobsdóttur og vina hennar, Píratanna og annarra viðlíkra.
Eða þá: Bjarna og Sigurðar Inga, með eða án Viðreisnar Bensa, jafnvel.
Allt saman lið - sem lætur áfram greipar sópa, um vasa almennings, með STIG- hækkandi álögum, undir yfirskini skatta, / eða einhverra gjalda ónefna, sem þið Guðbjörg Snót ættuð að vera farin að kannast við í gegnum tíðina, Hrólfur Vélfr., eða hvað ?
Allt þetta lið: sem nú gengur til funda við Guðna Th. Jóhannesson þessa dagana, situr á svikráðum við okkur, sbr. áframhald óhefts flæðis villimanna frá Múhameðsku löndunum ýmsum, sem og víðar að, í skjóli núverandi þingflokka - ALLRA.
Í ljósi spá- nýrra framboða Íslenzku þjóðfylkingarinnar, sem og Flokks fólksins t.d., sem hefðu átt að geta fengið allt að 50 - 55% atkvæða, þann 29. Október s.l., finnst mér ankannalegt, að sjá ykkur bæði, harð fullorðið fólkið, gráta örlög liðinna óstjórna í landinu, svo: ég sé nú bara hreinskilinn við ykkur, sem annað fólk, Hrólfur og Guðbjörg.
Hérlendis: í krafti auðlinda landsmanna, dygði 10% FLÖT SKATTHEIMTA, til þess að landsmenn allir, hefðu nóg að bíta og brenna, en, ... afkáralegt embættis- og stjórnmálaliðið, kemzt ennþá upp með, að fleyta Rjómann, á meðan þorri landsmanna, skal gera sér Undanrennu gutlið og þaðan af lakara, að góðu.
Finnst ykkur - Í ALVÖRU talað, þetta vera viðunandi ástand, Hrólfur og Guðbjörg Snót ?
Með beztu kveðjum: í anda Kúómingtang hreyfingar Chiangs heitins Kai- shek og Rússnesku Hvítliðanna, engu að síður - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2016 kl. 00:09
.... og munið þið: þá Úrúguay forseti þáverandi (fyrir nokkrum árum), ók SJÁLFUR gegnum ryðgaðri bíldruzlu sinni, þar syðra / á sama tíma, og íslenzkir flott- og snobb liðar, eins og Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson (núsitjandi) collegar hans keyrðu / og keyra um, á stíf- bónuðum drossíum, með fok- dýra einkabílstjóra á kostnað almennings, í stað síns eigins aksturs - Á EIGIN BÍLUM ?
Finnst ykkur þetta: til einhverrar fyrirmyndar ?
Svo - eitt dæmi Þúsunda sé til tekið, um vinglið, hér á landi, gott fólk !
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2016 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.