11.11.2016 | 11:41
Forseta kjöri vestur í Bandaríkjunum er lokið,
en hjá okkur er ekki allt sem skyldi, enda bíða haugar af flokkum þess að verða sendir í endurvinnslu. Óþjóðhollum finnst það kannski allt í lagi, en þeir mættu líta í eigin barm og athuga hvort pot þeirra og væntingar um eigin frama séu landanum hentugri en kosningar að vori.
Í Haust kosningum fengum við haug af flokkum og voru þeir hver öðrum ónýtari og landið varð stjórnlaust. Frábær árangur flokkanna sem kröfðust haust kosninga.
Í þessari stöðu er ekkert annað að gera en að þreyja þorrann fram á vor og kjósa þá aftur. Frama potararnir munu auðvita halda fast í sína stöðu sem formenn ó þjóð hollra flokka og fátt við því að gera en að senda þá í kláða bað og ormahreinsun. Ef það virkar ekki þá verður bara að fækka þeim með forkosningum niður í fimm þó þrír væru alveg nóg.
Athugasemdir
Það á að breyta kerfinu.
Ef það eru tólf flokkar sem eru í framboði og enginn einn flokkur hefur meirihluta, 32 eða fleirri þingmenn, þá á að kjósa aftur og aðeins tveir efstu flokkarnir eru í framboði.
Besta sem gæti komið fyrir Íslendinga er að hafa eins flokks Ríkistjórn.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 14.11.2016 kl. 22:24
Satt og "fallega sagt" hjá þér Hrólfur minn, en það sem Jóhann kemur með er ekki vitlaust, þ.e. endurtaka kosninguna með bara 2 flokkum?
Eyjólfur Jónsson, 16.11.2016 kl. 20:08
Þakka ykkur báðum og tek undir með þér Eyjólfur að hugmynd Jóhans er það sem þarf og á að gera.
Þegar fleiri en einn flokkur er í stjórn þá kallar það á hrossakaup og málamiðlanir, það er að segja út vötnun hugmynda og ef ekki fer allt sem skyldi þá er hinum kennt um.
Einn flokkur, þá er bara honum um að kenna eða þakka. Þetta myndi líka valda því að framboðum myndi snar fækka og peninga austur úr ríkissjóði til handónýtara flokka myndi minka og fólk skildi betur fyrir kosningar hvað um er að ræða.
Hrólfur Þ Hraundal, 21.11.2016 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.