20.8.2016 | 09:05
Er ekki komin tími á betri stýrimann með smá húmor?
Athugasemdir Styrmis eru akkúrat það sem er og því miður þá er Sjálfstæðis flokkurinn bara á reki nú um mundir.
Að tala niður flokkinn sinn, Það er auðvita ekki heppilegt, en það að segja ósatt er ekki til framdráttar eins og hefur sannast á óþjóðlegu flokkunnum, en að segja ekki neitt er líka lygi sem sannast á óvinsældum Bjarna Ben sem lætur alla sem geta farið í verkfall fá það sem þeir heimta en hina ekki neitt.
Að láta hrekja sig í kosningar áður en kjörtímabilinu lýkur er enn ein blaðsíða í hrakninga sögu Bjarna Ben og við hann verður ekki búið eftir næsta landsfund, nema með hörmungum. En allir verða að njóta sannmælis og Bjarni Ben er góður fjármálaráðherra, en foringi eingin.
Eygló Harðardóttir er fjölþjóðlegur ráðherra húsnæðis og velferðarmála til handa fólki sem kann ekki að eiga heima hjá sér en innfæddum frekar óheppileg.
Óþjóðlega uppsópið af Austurvelli hefur verið með forystu í skoðanakönnunum lengi og hefur hirt til sín fylgi hinna óþjóðlegu flokkanna sem og ungt og gamalt fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Eina pólitíska innrætingin sem á sér stað í þessu samfélagi nú um mundir, er þras um keisarans skegg, afskaplega þreytandi og leiðinlegt fjas sem engu skilar ungu fólki nema leiðindum.
Það að forusta sjálfstæðisflokksins, svo mentuð sem hún á að vera, skuli ekki geta híftsig uppúr þessu fjasi, er bara til vitnis um dómgreindar brest.
Athugasemdir
Akkurat Hrólfur! Mundi maður ekki segja vini sínum til vamms,? Því frekar sem það snertir okkur og framtíðina sem afkomendur okkar eiga skilið.
Helga Kristjánsdóttir, 20.8.2016 kl. 13:18
Jú Helga mín ágæt, vinum sínum gerir maður engan greiða með því að samþykkja vitleysuna, bara til að halda friðinn.
Það er mikilsvert að ljúga ekki, en þögn getur verið lygi.
Hrólfur Þ Hraundal, 20.8.2016 kl. 14:01
Fyrir hverja hefur Bjarni Ben verið góður fjármálaráðherra?
Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 21.8.2016 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.