14.8.2016 | 12:17
Kjörtímabil, hvað er það?
Það er ekkert í umhverfinu sem hvetur til að núverandi stjórnvöld, sem hafa góðan meirihluta, klári ekki kjörtímabilið.
Rolur sem telja það stjórnvisku að flýta kosningum til að fá frið fyrir pólitískum ofbeldis mönnum, þær eru ekki á vetur setjandi.
Athugasemdir
Hrólfur þú spyrð, "Kjörtímabil, hvað er það?"
Það er komið ný kjörtimabil sem að fer eftir því hvort það eru hægri eða vinstri flokkar sem eru í Ríkistjórn.
Ef það eru vinstri flokkar sem eru í Ríkistjórn þá er kjörtímabilið 4 ár plús, eða eins lengi og þau geta dregið að fara til kosninga. Það,skiptir engu máli þó svo að þjóðin lýsi vantrausti á vinstri ríkisstjórn, eins og til dæmis 98% fylgi að fella IceSave rikisstjórnarfrumvarp og t.d. að rikisstjórnar flokkarnir missi meirihluta á þingi, eins og þegar nokkrir Vinstri Grænir gengu úr stjórnarsáttmálasamstarfinu og hækjurnar Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari og ekki má gleyma aðal hækjuni Birgittu Jónsdóttur, hlupu í skarðið.
Ef það eru hægri flokkar sem eru í Ríkistjórn þá er kjörtímabilið eins langt og Bjartmar foringi Jæja hreyfingarinar leifir þeim að vera í Ríkisstjórn, helst er það einn dagur eða kanski vika, mánuður eða eitthvað lengra, en aldrei 4 ár.
En þegar hægra liðið eru bleyður þá er auðvelt að koma þeim frá völdum, enda er vinstra liðið búið að fatta það "if you can't beat them, join them." Sem sagt það er fjöldin allur af vinstra liði í Sjálfstæðisflokknum eins og t.d. Unnur Brá og ritari flokksins svo að einhverjir séu nefndir.
En svona er þetta nú í dag Hrólfur, Bjartmar og Jæja hreyfingin ákveður kjörtimabil í dag og menn verða bara að fara venjast þessu. Þetta er svarið við spurningu þinni.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 14.8.2016 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.