Hallinn, skakkur og lygin

Allt hefur sinn tíma og tíminn líður hjá á meðan við eldumst og ástvinir okkar með. Til hvers borgaði ég í lífeyrissjóð frá tuttugu og þriggja ára aldri, annars en að tryggja okkur hjónum sæmilega aðstöðu á lokadögunum.

Okkur ungumönnunum sem gengum í þennan lífeyrissjóð einhvern tíma á 60 árunnum var sagt af sérfræðingum að sunnan, við værum heppnir, því að þegar við hættum að vinna 67ára þá fengjum við kaup frá þessum lífeyrissjóði sem jafnaðist á við meðaltals kaup okkar á starfsævinni.

Ekkert hef ég reynt ósannara og spyr mig einfeldninginn, handa hverjum safnaðir þú þessu fé á öflugustu starfsæfi þinni?

 

Mér skilst að fjárríkasta fyrirbæri Íslandsögunnar séu Lífeyrissjóðir en þeir eru ekki handa okkur Helgu frekar en öðrum greiðendum í þá hít lengur.

Heldur munn fremur starfsmönnum og stjórnendum sem eru rauneigendur og notendur þessara sjóða.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt segir þú Hrólfur.Þetta lífeyris sjóða kerfi er ekkert annað en lögbundið rán á okkar peningum og marg oft veirð bent á, að ef þeir peningar væru lagðir inná á kennitölu reikning viðkomandi, þá fengi hann/hún meira útborgað á mánuði þegar mætti taka út lífeyri heldur en gerist í dag. En þetta má að sjálfsögðu ekki ræða eða taka til umræðu á hina spillta alþingi. Guðni Ágústsson reyndi það 1995 og mátti þakka fyrir að vera ekki hent öfugum út af þingi við þá dirfsku. Eitt stærsta og mikilvægasta við þannig sjóð, að hann erfist til maka eða barna falli maður frá. Í dag er honum bara stolið og þær hundruð þúsunda, ef ekki milljónir, sem borgaðar hafa verið af þínum launum, eru eins og þú hafir aldrei safnað einu né neinu. Bara þurkað út. Hvernig má það vera og komið árið 2016, að enginn á þessari druslustofnun sem alþingi er, skuli ekki setja spurningamerki við þennan viðbjóð sem lífeyrissjóðirnir eru í raun.?? Getur það verið vegna þess að leifeyirgreiðslur þingmanna og ráðherra eru svo góðar og ríkistryggðar að það borgi sig ekki að rugga bátnum.??? Sif Friðleifsdóttir átti inni 100 milljónir í lífeyrisgreiðslum þegar hún lét af störfum eftir ekki svo mörg ár inná þingi..?? Fyrir hvað segi ég nú bara. Þessu þarf að breyta og það sem fyrst. Sá sem fyrstur tekur á þessu inná alþingi, yrði fyrsti til þess að standa við dreng skaparheit sitt að vinna að hag almennings og þjóðar. Hver skyldi sá verða...???

M.b.kv. um nýtt og farsælt gott ár.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 1.1.2016 kl. 14:14

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Án tillits til gagns, þá er spurning hvernig það má vera að þingmaður safni sér á einu eða tveimur kjörtímabilum meiri lífeyrisréttindum en ég og hamfara stafsmenn mínir á heilli starfsæfi.

Hrólfur Þ Hraundal, 1.1.2016 kl. 21:00

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér athugasemdina Sigurður K. Hjaltested,  og skíra umfjöllun um ein ósvífnasta þjófnað Íslandssögunnar.

Hrólfur Þ Hraundal, 1.1.2016 kl. 21:14

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Séreignarlífeyrissjóðir er svarið við spillingu Lífeyrisjóðakerfisins.

Síðan að ég fór að stjórna mínum  séreignalífeyrisjóðum fyrir rúmmu ári, þá hefur höfuðstóllinn hækkað  um 13%.

Því miður þá var ég í vinnu þangað til og gaf mér ekki tíma að sjá um mína sjóði sjálfur, þess vegna var ég með ávöxtun um 5% í öll þessi ár.

Með innilegri Nýárskveðju frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 1.1.2016 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband