1.12.2015 | 06:16
Öfgar eru náttúrulega bara öfgar
á sama hátt og yfirgangur og verður illa við ráðið. Það verður ekki hrakið að það hafa gengið bæði hlý og kuldaskeið yfir á jörðinni með reglulegum og óreglulegum hætti.
Sé hlýnum mönnum að kenna sem og það hækki í höfunum, hverjum eru þá að kenna fornir sjáfarbakkar uppi í hlíðum fjalla? En sé það svo að hitnun og hækkun heimshafanna sé mönnum að kenna, er þá ekki nærtækast að líta svo á að þeir séu orðnir of margir.
Það sýnist vera orðið lítið pláss fyrir ýmsar dýra og plöntutegundirnar á jörðinni, en allstaðar hafa menn forgang og sóðaskapur þeirra lendir allur í höfunum og plönturíkið fær ekki að endurnýa hreinsunarmátt sinn og er brennt bæði óviljandi og viljandi af mönnum sem eru að skapa sér pláss.
Þegar skógum var eitt á Íslandi þá var fátt til bjargar og þekking lítil á þörfum náttúrunnar. En nú er hún til staðar, en Íslendingar nenna ekki að rækta nema á tyllidögum og í sviðsljósi og sumir virðast hafa skömm á gróðri.
Athugasemdir
Lágmark að grænmætisræktendur fái rafmagn á lægra verði. Höfum það eins og Rússar sem örva fólk til sjálfbærni í matarframleiðslu.
Helga Kristjánsdóttir, 1.12.2015 kl. 06:27
Þannig var á einni tíð að nánast hver fjölskylda átti sinn matjurtagarð,enda voru slíkir garðar á stórum svæðum fyrir austan og sunnan Reykjavík sem og í görðum niðri í bæ.
Á sama hátt segja mér Pólverjar að haf verið í Póllandi, en nú sé þannig að þetta borgi síg ekki því það sé ódýra að kaupa kartöflur, epli og annað líkt út í búð.
Hrólfur Þ Hraundal, 1.12.2015 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.