7.2.2015 | 00:48
Af hverju schengen?
Ég sé að Björn Bjarnarson er ánægður með þessi svonefndu schengen sokkabönd sem á okkur hafa verið reyrð, sem og stuðning innanríkisráðherra við hamingju hans með það mál.
Vel má vera að mér yfirsjáist í þessu máli eða að ég vanskilji svo sem gerist með okkur þau einföldu.
En þá kemur að Birni Bjarnarsyni, okkur einföldum til hjálpar, því skoðun án skýringa er ekkert merkilegri en fuglaskítur.
Að vísa í gögn og ráðherra sem við einföld getum ekki blaðað í er ósæmandi heiðarlegum manni sem allt veit. Okkur enfalt fólk vantar rök fyrir þessu máli á Íslensku.
Athugasemdir
Sæll Hrólfur Vélfr.; - sem og aðrir gestir þínir !
Tek undir með þér; og skil þitt sjónarmið, en ....... gættu þess vandlega Hrólfur minn, að styggja ekki Hádegis móa liðið (Morgunblaðs menn) með neinni óaðgætni í orðavali - svo ekki fari fyrir þér eins og mér á dögunum, þegar þau lokuðu á aðgengi mitt að síðu minni (19. Janúar s.l.), undir yfirskini meintra reglugerða brota minna (um notkun blog svæðisins).
Hryðja ritskoðunar - kann að vera í uppsiglingu hér á vef, séu skrif fólks ekki sumum þóknanleg, Vélfræðingur góður.
Með beztu kveðjum: vestur í Eyrarsveit, - héðan af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason,
Hveragerðis- og Kotstrandar skírum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.2.2015 kl. 02:35
Jú hann Hrólfur skrifar nú bara um vélar og vélabrögð sem er alls ekki pólitík heldur rammíslenskt alveg eins og vélráð og gangur mála ásamt slagsíðum og lélegum skipstjórum sem sigla með þjóðarskútuna á kafandi lensi í mótvindi og geri aðrir betur.Titringur í vélar-salnum kemur að skerjum sem stýrt er á í staðinn fyrir framhjá og skekkist þá jafnvægið í ás jafnaðar í því sem drífur/rekur okkur áfram í ólgusjá með gamlan og úldin stjórnarfisk í næstum tómri lestinni á meðan dregur niður í skrúfunni þegar skútan treður sér í gegnum ofurfullan sjó af fiski sem er ekki okkar heldur hinna sem ekki eiga hann heldur frekar en Múkkinn uppdriftina sem heldur honum á lofti.
Eyjólfur Jónsson, 9.2.2015 kl. 23:25
Sælir - á ný !
Eyjólfur !
Jú - víst hefir Hrólfur Vélfr. margt gott til brunns að bera / þó svo hann hafi verið all oft hin seinni árin, í mjög mikilli andstöðu við hörð Hægri stefnumið mín:: hugmyndafræðilega þ.e.a.s., haft full mikla trú á miðju- moðs peyjastjórninni núsitjandi - drengja: sem vart eru farnir að þorna bak eyrna sinna, og svona ámóta fénaður og Jóhönnu og Steingríms J. liðið var á sínum tíma: mokandi undir sig og sína / sem og prívat vini sína, á kostnað annarra landsmanna.
En - vel væri Eyjólfur minn, tækist Hrólfi að glöggva sig betur á, hvers lags mannskapur er nú ríkjandi í landinu / til stórra tjóna einna.
Grænlenzk og Færeysk yfirráð: væru ákjósanlegri hér, en þessarra ótótlegu himpigimpa, sem nú ráðskazt suður í Reykjavík, Eyjólfur minn.
Og nánast - allir aðrir valkostir: utan ESB ormagryfjunnar, að sjálfsögðu.
Með beztu kveðjum - sem þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.2.2015 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.