4.2.2015 | 09:13
Nú eiga allir jólasveinar að vera farnir heim til sín.
En þá eru þó pakkakíkjar á sveimi og fer þar skeggprúður hrekkjalómur fremstur í flokki, sá sem ataðist hvað lengst á dyrabjöllum Evrópusambandsins.
Honum var að vísu hleypt inn og lofað að segja nokkra brandara en fljótlega fengu menn þar leið á þessum drýldna skrípakarli sem sagði alltaf sama brandarann aftur og aftur og sagðist vera þar komin í umboði þjóðar sem byggi á Íslandi.
En þar sem kothraustir, sjálfselskir jólasveinar á villigötum eru ekkert sérlega sannleiks elskandi þá gleymdist honum að segja þar frá að umboð það sem hann var með var frá nauðugum kommúnistum og gervikrötum. Og þar sem þeir Evrópusambandsmenn eru ekki allir jafnvitlausir og jólasvein þessi þá skildu þeir þrátt fyrir vaðalin í þessum skeggjaða belg að umboð hafði hann ekkert frá Íslenskri þjóð.
Alþjóðasinni, einangrunarsinni eða kokteill af þessu tvennu skiptir ekki máli, sá sem vill rækta þennan margumtalaða pakka þannig að ofan í honum sjáist allt það sem blasir við utan hans, mun ofaní honum læsast hvort sem hann kíkir eða ekki. Svona pakkar eru nefnilega gráðugar gjöróttar mannætu plöntur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.