Fyrrverandi stjórn niðurlægði okkur Íslendinga,

með því að nauðga uppá okkur ólöglegri Evrópusambands umsókn með prettum.  Þessi sama ríkisstjórn stöðvaði svo aðlögunar ferlið í aðdraganda kosninga til að reyna að minnka tjón sitt.  Ljóst var að halda átti áfram aðlögunarferlinu ef stjórnin héldi velli eftir kosningar, en það gerði hún náttúrulega ekki.

Stjórnin galt mjög afgerandi afhroð og valdið fengu flokkar sem alfarið höfnuðu Evrópusambands aðild.  Fyrir núverandi ríkisstjórn lágu og liggja mörg  erfið mál, enda sveikst fyrrverandi ríkisstjórn algjörlega um að verja landann fyrir afleiðingum banka hrunsins og eyddi miklum tíma og fjármunum í að auka þar heldur við.

Málið sem fyrrverandi ríkisstjórn eyddi í mestum tíma, bæði sínum og okkar er enn að tefja okkur.   Þingið er upptekið af þessari vitleysu dag eftir dag og það er ekki eins og að þingið sé þarna ókeypis. Samt er þetta eitt einfaldasta mál sem núverandi ríkisstjórn þarf að taka á við.  Það þarf bara að slökkva á verkvíðanum í nokkra daga og málið er dautt og þar með hægt að snúa sér að öðru.

Það væri fyrir löngu búið að reka iðnaðarmenn sem bara mösuðu og þvörguðu en gerðu svo ekki neitt. Það væri einfaldlega allt of dýrt.  Ef það á að verða niðurstaðan að þetta mál eigi að hanga yfir okkur og tefja eitt kjörtíma bil í viðbót, þá erum við íslendingar illa á vegi staddir, með yfirgangs vitleysingja til vinstri og verkkvíðnar rolur til hægri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo sannarlega beittu þeir brellum er umsóknin flaug til Brussel,en við erum ekki hætt,gefumst aldrei upp. Var að lesa að systurdóttir mín er efst á lista Sjálfstæðismanna í Grundarfirði,heitir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,vona að þeim gangi vel,alla vega er hún engin rola. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2014 kl. 00:08

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Verk-kvíðinn Hrólfur, er landlægur þessa dagana. Þingið hænsnabú,kraftlína lögð þvert yfir það land sem ennþá lýtur sæmilega út þrátt fyrir til um að grafa hana í jörðu og margar misheppnaðar tilraunir að byggja alvöru,fallegan veg út á flugvöllinn í Keflavík. Vegna náttúruauðæfa landsins ganga hjólin enn þó allt sé gert til að stoppa iðnað innanlands og meina ég þá alvöru iðnað eins og var á árum áður og ekki þessi með háspennu línu inn öðru megin og álklumpa út hinumegin. Skipasmíði. vélsmíði, verksmiðju byggingar, slippstöðvar og 5000 litlar vatns túrbínur út um allt land Hrólfur og þú þekkir tæknina og aðferðina manna best.

Eyjólfur Jónsson, 31.5.2014 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband