28.4.2014 | 16:24
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, samverkamaður eða yfirboðari?
Forystumaður sem sættir sig ekki við stefnumörkun landsfundar, getur varla talist brúklegur sem slíkur.
Ég er þess nokkuð viss að margir koma til með að eiga í stríði við sjálfan sig þegar að því kemur að styðja flokk, þar sem innan forustunnar er fólk ekki þýðist stefnu sem mörkuð er á landsfundi af kjósendum flokksins.
Karlar og eða kerlingar gaggandi eða galandi með slíka ofurtrú á sjálf síns visku, sem væru þau almætið sjálft og þurfi því ekki að híta reglum manna og þar af síður Landsfundar ættu að vera á æðri stað en hér á Jörð.
Til er ljósið með framtíðina bjarta og gæti þar að vera pláss fyrri svona reikular persónur sem kunna á forað sínum fótum að sökkva.
Athugasemdir
Þú bælir hvorki beiskju né reiði Hrólfur minn,frekar en ég og fleiri. En þessi kona sem forysta þingflokks Sjálfstæðisflokks leiddi til áhrifa á þingi,er Esb-sinni,svo þarna er e.t.v.komin skýringin á hægagangi með afturköllun svokallaðrar umsóknar í Esb.
Helga Kristjánsdóttir, 28.4.2014 kl. 18:16
Ég skil ekki þetta flækjustef sem er í umræðunni.
Mér finnst Ragnheiður Ríkharðsdóttir flott alvörukona, sem segir það sem hún meinar, og meinar það sem hún segir. Og skilur réttlætið!
Hún stendur og fellur með sinni sannarlegu meiningu. Er það ekki ákjósanlegt sálarkjarnaljós í stjórnsýslunni?
Það finnst mér alla vega flott leiðarljós í siðblindri stjórnsýsluspillingar-þokunni.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.4.2014 kl. 19:05
Í alvöru kona,? Skiljið þið réttlætið,? Hvernig lítur það út,? Að segja það sem hún meinar á réttum tíma,í réttri tóntegund,á réttum miðli,við réttan aðila.--- Að þegja á réttum tíma og láta aðra ráða í þögnina. Ísland virðist afar hjartfólgið,þeim sem ekki mega vita af þúfu,hrauni eða vatnsafli sem nýta má til velmegunar þegnanna. Ekki má hrófla við því, en manneskjurnar vilja þau apsalút hneppa í fjötra regluverks Evrópusambandsins. Það er löngu ljóst að það er ekki Íslandi til farsældar,þar liggur fiskur undir steini. (Minnug djöfulgangs þeirra í að neyða upp á okkur Icsesave svikaskuldina, er einhver sem skammast sín,? Það kemur að því.
Helga Kristjánsdóttir, 29.4.2014 kl. 23:52
Sæll aftur Hrólfur! Ég var hér 15/3,en hefði viljað koma aftur og svara þínu kommenti,ég fór út á land og eftir það gleymdist það. Hvað ég get tekið undir með þér varðandi RÚV. að þetta skuli geta gerst á landinu okkar. Þau eru skaðabótaskyld,ef eitthvert réttlæti er til.
Helga Kristjánsdóttir, 30.4.2014 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.