Hvað varð um Kínverjann?

Fyrir nokkru þá skildist mér að Kínverjinn sem kyntur var sem ljóðskáldið kurteisa og einlæga, ætlaði að kæra vegna tafa við að honum væru afhentir Grímsstaðir.   Vegna þessa sendi ég grein í Morgunblaðið um mánaðarmótin nóvember desember til að segja mitt álit.  Skildi Kínverjinn en þá vera að vanda málsóknina eða var ekkert að marka það sem hann sagði?  

Greinin er hér.                                                

Kínversk kurteisi og kurteisi er ekki endilega það sama.

Hið einstaklega velkynta og kurteisa Kínverska ljóðskáld er nú að kynna sitt raunverulega eðli.  Þessi herramaður skilur  auðvita ekki frekar en núverandi stjórnvöld á Íslandi, að lög eru til þess sett að farið sé eftir þeim.  Þessum vesalings Kínverja er það jafn óskiljanlegt og eðalkrötum og komunistum Íslenskum að  það eru þjóðir sem eiga lönd en ekki stjórnvöld kjörin til skamms tíma.

Frekja, yfirgangur og ókurteisi er þegar grannt er skoðað, höfuð einkenni þessa velkynta, einstaklega kurteisa Kínverska ljóðskálds.  En ég helda að við eigum nóg af þessari hvimleiðu tegund hér heima þó að við förum ekki að flytja inn frá Kína ný afbrigði.  Kínverji og Kínverji er ekki endilega það sama,  enda er eins með Kína og Evrópu að þar búa margar þjóðir þó litarhaft með líkum hætti.

Landamæri okkar eru langt frá öðrum ströndum og það gæti auðveldað  okkur margt, værum við sammála um að vera skinsöm.  Ef hið svonefnda Kínverska alþíðulýðveldi eignaðist hér land, þá værum við komin með landamæri sem krefðust gæslu sem ekkert mark yrði á tekið, nema því aðeins að á bakvið þá gæslu væri her.    Það hefur sýnt sig og er að sýna sig að stjórnvöld Kínverska Alþíðulýðveldisins ætla ekki að láta sér nægja Kína. 

Hið velkynta einstaklega kurteisa Kínverska ljóðskáld, finnur sig minnimáttar og er því í útrás, studdur og hrakin af stjórnvöldum Kínverska alþíðulýðveldisins.  Skylduverkið er að tryggja aðgang að löndum og auðlindum til handa stjórn Kínverska alþíðulýðveldisins.

En minnimátar kenndin sem plagar þennan Kínverja er allnokkur og að hans áliti erum við Íslendingar rasistar sem horfum niður á Kínverja, og auðvita horfum við niður á þá Kínverja, sem telja sig sérstaklega hafa heimild til að taka það sem þá langar í.  Eða hver myndi óska sér að vera í stöðu Tíbeta.

Ógæfa Tíbeta er að búa of nálægt Kínverska Alþíðulýðveldinu.   Ógæfa Kínverska Alþíðulýðveldisins er hinsvegar að búa of fjarri okkur og á því vilja þeir ráða bót, til hamingju fyrir Jóhönnu, Steingrím, Ólaf Grímsson og einhver snobbhænsn önnur sem aldrei vita hvert nef þeirra á að vísa .  

                                                             

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það vantar ekki kraftinn í kjaftinn á þér Hrólfur og þess vegna ertu svona velkyntur góður kunningi. Það er eins og þú bendir á ekki mikið eða alls ekkert talað um Núbóan núna, hann er sennilega kominn í skammarkrókinn heima í ráðuneytinu sínu og smíðar þar stórt skilti til viðvörunar um að Íslendingar séu viðsjárverðir andskotar sem er eins gott að passa sig á. Kínverjar semja ekki, þeir taka og er bara að skoða erjur þeirra við Japani, Suður Kóreu og bara öll lönd sem grensa til Kína. Það er stutt í að þeir taki lönd við Bengal víkina þegar hernaðarbröltið hefur magnast að vissu stigi, vertu viss Hrólfur minn.

Eyjólfur Jónsson, 22.1.2013 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband