16.3.2012 | 22:05
Álfheiður og líka Álfur útúr hól brýtur lög með óhlíðni:
Löggæsla er í nútímasamfélögum einkum ætluð til þess að almenningur þurfi ekki að sinna þeim störfum sjálfur eins og víðast gerist enn hjá villtum dýrum. Sú aðferð hefur hvergi reynst vel í samfélögum manna, a.m.k síðan steinöldum lauk.
Til þess að löggæsla virki, þá verða boð hennar að vera skír og ákveðinn. Löggæslumönnum á að hlíða skilyrðislaust. Andstaða við löggæslumann er andstaða við alla þá sem greiða honum laun. Löggæslumaður, eins og hver annar verkamaður verður að hafa verkfæri sem duga til árangurs.
Telji einhver að á sér hafi verið brotið, þá á ekki að sækja það mál úti á götu, heldur fyrir rétti. Vilji einhver starta réttarhaldi út á götu, þá er það á hanns, hennar ábyrgð.
Ögmundur þessi sem stillir sér upp við hlið löggæslumanna og heldur að hann sé að tala gott mál til styrktar öryggi þeirra og okkar landsmanna. Hann yrði meiri maður en Jóhanna og Steingrímur ef hann segði af sér.
Því hanns öryggi er ekki betra en gallaðs kínversks, slitins þvottasvamps sem ekket er annað að gera við, en að henda á skraphaug.
Athugasemdir
Hrólfur, það var einmitt þetta sem "siðmenningin" leiddi af sér. Almenningur var afvopnaður, en í staðinn var sett upp opinber löggæsla til þess að sjá um að vernda hann.
Reyndar hefur lengi verið deilt um hvort framkvæmdin sú hafi upphaflega verið vegna umhyggju um velferð og öryggi almúgans eða viðkomandi stjórnvalds...
Það breytir því þó ekki að stjórnvaldið verður að standa sig í stykkinu hvað varðar verndina. Ef ekki - ja, hvað þá?
Kolbrún Hilmars, 16.3.2012 kl. 23:32
Þakka þér Kolbrún: Klárlega var öll lögvernd sköpuð til handa valdinu í upp hafi og þar með veit ég ekki meira um það mál.
En lögregla sem ekki er tekið mark á, hanna á að leggja niður. Ég samþykki ekki varnarlausa lögreglu. Þá er betra að við sjáum um þessi mál sjálf eins og á frumsteinöld.
Hrólfur Þ Hraundal, 17.3.2012 kl. 01:30
Hrólfur, þú ert nú meiri afdankaði hálfvitinn.
Þinn tími fór með Hitler og hans skoðanabræðrum
jón gunnarsson (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 02:08
Hrólfur, ég sé að einhver gáfumaðurinn hefur heimsótt þig, á þriðja glasi um miðja nótt. Líklega þekkir hann Hitler og Co aðeins af afspurn...
Kolbrún Hilmars, 18.3.2012 kl. 17:35
Kolbrún hvaða bull er þetta í þér? þykist þú þekkja Hitler og Co betur en "aðeins af afspurn" ?? Aðdáendur slíkra vitleysingar telja sig stundum tengda átrúnaðargoðum sínum. Ertu að segja að það eigi við ykkur Hrólf?
jón gunnarsson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.