11.4.2011 | 00:35
Tími þessarar ríkisstjórnar er liðinn:
Steingrímur segir að ekki megi blanda þessum tveimur málum saman. Icesave sé sér mál en líf ríkisstjórnarinnar allt annað mál. Samkvæmt þeirra málflutningi þá má ekki skipta um bílstjóra sem hefur í tvígang keyrt útaf og valdi miljóna tjóni. Það má ekki gæta varúðar og alsekki tryggja öryggi farþeganna heldur skal haldið áfram að láta hin snarruglaða ökumann halda áfram að keyra útaf.
Þetta er ekki alveg ólíkt og með konuna sem ég hjálpað við að koma bílnum sínum af stað eftir miklubrautinni , á því ári þegar snjóaði sem mest. Hún hvarf svo út í sortann og ég hélt áfram göngu minni eftir brautinni, en kom að þessum sama bíl nokkru seinna þar sem þessi ágæta frú hafði ekið út úr brautinni og inn í snjóruðning.
Er ég var að brasa við að losa bílinn þá komu þar að þrír öflugir menn og við hentum bílnum með frúnni út á brautina aftur og hún brenndi af stað út í sortann. Er ég kom upp að Háaleitisbraut þá var þar þessi sami bíll og ætlaði frúin ljóslega að fara eftir henni en þar voru mannhæðar háir skaflar og ekki mögulegt að ferðast þar um á svona bíl.
Ég bankaði á rúðuna og sagði frúnni að þessi leið væri algerlega ófær. Frúin sagði að hún væri með matinn og maðurinn hennar biði heima svo hún yrði að komast og svo skrúfaði hún upp rúðuna og ég skildi að hún vildi að bíllin yrði losaður. Þeir voru þá að komnir þessir þrír öflugu menn og við ýttum bílnum aftur útá Miklubrautina og það skipti engum togum að frúin brenndi inní skaflin aftur og við hentum honum en og aftur til baka á brautina og ég bankaði á gluggann hjá frúnni og sagði henni að þessi leið væri algerlega ófær.
Hún hélt yfir mé aftur sömu messuna um ektamanninn og matinn og brenndi svo aftur inní skaflinn. Þá setti ég upp hettuna og þakkaði þeim félögum liðveisluna, þeir glottu kankvíst og héldu áfram eftir brautinni en ég fór heim til mömmu og pabba og hafði ekki frekari spurnir af þessari ágætu Reykjavíkurfrú á Miklubrautinni.
Athugasemdir
Steingrímur trúir því hvorki nei veit að það er orsakasamhengi í þessum heimi. Allt er aðskilið og aktar óháð öðru. Þetta eru algerlega ný og byltingarkennd vísindi sem hann er að brydda uppá. Rauninni ný heimsmynd, sem kollvarpar Newton og öllum hinum vitleysingunum sem hafa haldið örður fram um aldir.
Þetta kemur heldur ekki ESB umsókninni við. Það er algerlega sér mál án tengsla við neitt. Meira að segja Eiríkur Bergmann er haldinn þeirri bábylju að þetta hafi áhrif, þótt Þórólfur Matt sé sennilega í sprengjulosti og afneitun.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2011 kl. 01:13
hvorki né....átti að standa.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2011 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.