Annað hvort samþykkja menn reglur um Íslenskt ríkisfang, eða þeir eru óhæfir sem slíkir:

Ærlegt grandvart fólk kemur hingað til að vinna og bíður í sjö ár til að fá ríkisborgararétt.  Það möglar ekki og það biður ekki um sérstakar aðgerðir sér til handa, heldur fagnar þegar að dagurinn rennur upp og Íslenska ríkisfangið  er fengið.   

Svo kemur annað fólk og ætlast til að fá sér meðferð eins og þeir væru Páfinn sjálfur eða einhver bolta maður eða manneskja tengd ráðherra.  Ég lít þannig til að ef það er regla að einstaklingar þurfi að búa hér í sjö ár til að fá ríkisborgararétt, þá á sú regla að gilda um alla. 

Það er ekkert vanda mál að veita heiðarlegum manni landvistar og atvinnuleyfi  til sjö ára og hafi hann staðist væntingar á þeim tíma sem Íslenskur ríkisborgari þá er ekkert að vanbúnaði að veita honum hann.  Við erum búin af fá nóg af yfirgangi og vantar ekki meira af slíku.   Við erum búin að fá nóg af undirlægju hætti Íslenskra stjórnvalda og komin tími til að þau fari að rétta úr kryppunni. 

Séu hér verkefni sem erlendir menn geta unnið og við höfum þörf fyrir, þá hljóta þeir að vera velkomnir.   Fjárfestingar í Íslensku atvinnulífi og eða nýungum sem hér hentar að setja á legg eru það sömuleiðis.

En að krefjast sér meðferðar og fyrir fram ríkisfangs er tortryggilegt og ástæðulaust að samþykkja.  Sá sem ekki getur þolað reglur um ríkisfang, fullnægir einfaldlega ekki reglum um Íslenskt ríkisfang.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þeim er víst vel tekið af sumum,afþví þeir eiga peninga,,    þeir ættu að kíkja í vasa þeirra fyrst!!!   Helst vildi ég að við gengjum úr Shengen,við gætum þá sjálf ráðið flæði fólks í landið.

Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2011 kl. 17:37

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Góður pistill granni.

Þráinn Jökull Elísson, 31.3.2011 kl. 17:48

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Helga og ég er þér hjartanlega sammála verðandi  Shengen. 

Ef það eru peningar sem eiga að heilla þá er líka rétt að ganga úr skugga um að þeir séu til staðar og standi til boða.  Það var víst ekki eins mikið af Rússa gullinu og af var látið. 

Þakka þér sömuleiðis fyrir margt ágæt granni.


Hrólfur Þ Hraundal, 31.3.2011 kl. 18:15

4 Smámynd: Björn Birgisson

Góður pistill Hrólfur. Takk.

Björn Birgisson, 31.3.2011 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband