1.11.2010 | 10:14
Vantar viðurlög?
Í grein nr. 20 í stjórnarskrá stendur að engan megi skipa sem embættismann, nema hann hafi Íslenskan ríkisborgara rétt.
Hvernig skildi standa á því að Jóhanna Sigurðardóttir og Ó. Grímsson skuli ekki hafa þurft að svara til saka vegna 20. Greinar stjórnarskrárinnar? Eða var það ekki hún Jóhanna sem lagði til norskan ríkisborgara sem seðlabankastjóra og var það ekki hann Ólafur sem veiti embættið?
Eða er seðlabankastjóri ekki embættismaður? Eða er grein nr. 20 í stjórnarskránni bara bull?
Getur það verið að lög séu bara til handa sumum en ekki öðrum? Getur það verið að það séu eingin refsiréttar ákvæði til vegna brota á stjórnarskrá? Sé það svo, þá vantar okkur ekki nýja stjórnarskrá heldur viður lög vegna brota á henni.
Athugasemdir
Sæll Hrólfur, þetta er akkúrat mergur málsins, við þurfum ekki nýja stjórnarskrá. Við þurfum að fá stjórnvöld til að fara eftir henni!
Vissulega má laga eitt og annað, skilgreina hvernig með skuli farið einstakar greinar hennar. Nýlegustu dæmin eru vísun forseta á staðfestingu laga til þjóðarinnar og landsdómur.
Ástæður þess að Samfylking leggur svo mikla ofuráherslu á þetta mál er ein og aðeins ein. Breyting skal gerð til að hægt sé að koma okkur undir hæl ESB, hellst án þess að fólið í landinu fái um það nokkuð að segja.
Að mati Samfylkingar er breytng á stjórnarskrá nauðsynleg til að auðvelda afsal þjóðarnnar, ekki til að byggja hér betra þjóðfélag. Gildandi stjórnarskrá dugir vel til þess, ef stjórnmálamönnum bæri gæfa til að fara eftir henni.
Gunnar Heiðarsson, 1.11.2010 kl. 11:15
Ágætar áherzlur, Hrólfur, þótt laga megi eitthvað í stjórnarskránni – en ekki taka fullveldisákvæði hennar út! Stjórnlagaþing hefur sín verkefni, en ekki hefði verið minna aðkallandi að setja hér á stofn stjórnlagadómstól til að dæma um mál eins og það sem þú fjallar hér um.
Jón Valur Jensson, 1.11.2010 kl. 11:39
Samfylkingin er með ESB-aðild nr1 á stefnuskrá sinni.Það var fyrsta verk hennar að sækja um, áður en var farið að snúa sér að Skjaldborg og öðrum brýnum málum,innanlands. Segja má að tími hennar hafi farið í það,og allar hennar aðgerðir miðast við ESB. meðal annars ráðning seðlabankastjóra. Að breyta stjórnarskrá hefur mjög lílklega komið upp hjá henni eftir að fosetinn,neitaði að staðfesta Icesave-nauðungina,þótt svo oft hafi hún komið til umræðu áður. Þess vegna er áríðandi að kjósa þá sem eru mótfallnir ESB.,,, sem Icesave-nauðunginni fylgir,kveðja vestur Hrólfur.
Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2010 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.