Til glöggvunnar.

Fólk er nú að upp glöggva ný sannindi, sem eru þau að velferðarstjórnin er verri en hrunstjórnin svonefnda.  En þegar kolbítar og bersekkir fara af stað undir stjórn fláráðra þá verður ekki svo auðveldlega ráðið við atburðarrásinna.  

Samfylkingin var um borð í hrunstjórninni með Geir, en hjá henni er aldrei á vísan að róa svo sem Geir hefur nú reynt, enda er hún uppsóp ónýtra flokka afganga og því auðgirnt til lags við sýnsjúkar siðblindar peningabullur. 

Á það reyndi þegar lagt var til atlögu við einokunar tilburði í fjölmiðlun.  En fjölmiðlalögin slökktu endanlega á dómgreind Samfylkingarfólks og Vinstri grænna, og  Ó. Grímsson sem á þeim tíma var en þá velkomin hjá Samfylkinnunni og peninga bullunnum, studdi sitt fólk að sjálfsögðu.

Lögin um fjölmiðla voru um innanlandsmál, sem hvaða ríkistjórn sem á eftir kom gat breitt væri til þess meirihluti á þingi.  Iceave lögin voru allt annars eðlis og eftir komandi ríkistjórnir hefðu þar engu getað breitt eða lagfært og því hefði ekki verið um annað að ræða en að loka öllum skólum og sjúkrahúsum á meðan verið væri að fiska uppí það stóra gat sem Evrópusambandið vildi sérsmíðaða handa okkur.    

Þetta voru því verulega ólík mál og í öðru þeirra tók Ó. Grímsson afstöðu með fjölmiðlum peninga bullanna og fylgi fénaði þeirra ( að honum meðtöldum )en í Iceave málinu tók hann afstöðu með hagsmunum þjóðarinnar og sér sjálfum eftir langan umhugsunarfrest.

Heimild einhvers manns til að neita að undirskrifa lög samþykkt á alþyngi á ekki að vera í höndum  aðila sem gæti verið kosin með 20% atkvæða.  Það er alveg sama hvað við megum vera Ó. Grímssinni þaklát vegna Iceave,  þá á þetta vald á ekki að vera í hans höndum.  Öryggis ventlar samfélagsins verða að vera skipaðir með tryggari hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll! Já fólk er að átta sig, margir sjá  líka að (k)vel-ferðarstjórnin hefur framið afglöp meðvitað,sem ættu að leiða til sakfellinga,já dæma í Landsdómi. Í dag er eina takmark okkar að koma þessari stjórn frá,þar með reyna að afmá fingraför þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2010 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband