Verði gæfan okkur liðholl,

þá mun það samt takka okkur mörg ár að afla okkur virðingar á ný eftir subbuskap Jóhönnu og rakka hennar.

Enn lendum við í vann lukku Evrópusambandsins þá er ekki eftir neinu að bíða með að finna sér búsetu sem næst miðju valdsins eða það sem líklega er best, fyrir utan valsviðs þess. 

Evrópusambandssinnar mega alveg fara að segja mér hversvegna við afkomendur þeirra sem fæddust í torf húsum og smöluðu á sauðskinsskóm og fóru að heiman gangandi fjórtán ára um tvöhundruð kílómetra leið með eina krónu og sjötíu og fim aura í vasanum og komu mér til manns og samfélagi okkar í það stand að vera á meðal þeirra fremstu í heimi hér. 

Ég spyr aftur, hversvegna  þurfum við að skammast okkar fyrir að vera  samviskusamir, ærlegir, undarlegir og skrítilegir, duglegir og stoltir Íslendingar sem viljum halda minningu áa okkar til haga.

Þegar áar okkar fengu það frelsi sem vantaði til að þeir sæju árangurinn skila sér inná við þá fóru þeir af stað við að byggja undirstöður velferðarríkis og þær eru en til.   

Barn þarf margt að læra til þess að standast álagsprófannir lífsins og svo er og um samfélög sem eru að uppgötva sig. 

Gáum að því að Bretar og Danir hafa margra alda reynslu af að stjórna sjálfum sér en við höfum ekki en ná öld í því efni, og ættum því ekki að dæma þá einstaklinga sem þorðu og nenntu umfram okkur hin að vera í okkar forsvari á örlaga tíma.  Þeir einstaklingar voru valdir af okkur og dæmi hver sig.  

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, Jóhanna og hennar Evrópusambandslið hafa eyðilegt ótrúlega mikið fyrir okkur, Hrólfur.  Hefðu getað pakkað ofan í töskur strax og flutt og leyft okkur að vera í friði í okkar landi. 

Hver eru þau að ákveða örlög lands okkar fyrir okkur öll???  Voðaleg tregða og yfirgangur er þetta af þeim.  Og skilja þau ekki mælt mál??  Við, langtum stærri hluti landsmanna, viljum ekki þangað inn.

Elle_, 19.9.2010 kl. 12:59

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góð grein hjá þér Hrólfur, það gleymist oft í umræðunni hversu vel okkur hefur gengið að komast úr örbyggð til álna.

Ef ekki hefðu komið til nokkrir fjársjúkir einstaklingar sem settu hér allt á annan endann með því að ræna bankana okkar, eru líkur á að við hefðum sloppið að mestu við alheimskreppuna.

Við munum komast út úr henni aftur en þó ekki með hjálp ESB, heldur vegna eigin dugnaðar. Það eina sem vantar uppá núna eru stjórnvöld sem leifa okkur að vinna okkur út úr vandnum.

Samfylkingin er óstarfhæf vegna ESB glýju og VG eru svo uppteknir af hefndarþorsta að ekkert kemur þaðan af viti. Við þurfum að koma þessu fólki frá, stöðva ESB aðlögunina og koma atvinnu af stað.

Okkar eina von til að komast út úr kreppunni er að vinna okkur út úr henni, skattahækkanir gera ekkert gagn í því sambandi.

Gunnar Heiðarsson, 23.9.2010 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband