60% þjóðarinnar og ekkert gerist:

Nú er liðinn nokkur tími síðan sjötti mars leið og sú niðurstaða fékkst að klárlega 60%  þjóðarinnar hafnaði öllum gerðum núverandi stjórnar varðandi Icesave .  Steingrímur og Jóhanna eru þó hin borubröttustu og er ekki að sjá að þau finni hjá sér sök í neinu. 

Samt hefur eingin öskrað á þau og eingin barið dollur og þaðan af síður kastað í þau grjóti.   Þau hafa sem sagt haft allt næði til að hugsa, hlusta og lesa sig til um þau mál sem nú brenna á þjóðinni.  Öðruvísi var komið fram við stjórn Geirs og Ingibjargar, og þar með þá þjóð sem þar stóð að baki og löggæslulið hennar.   

Þá voru barðar dollur og flón hrópuðu slagorð, Steingrímur öskraði sem þorgeirsboli og grjótkastarar hans slösuðu löggæslumenn.  Ef menn vilja endilega kenna einhverri  ríkisstjórn um hrunið þá er það stjórn Geirs og Ingibjargar. 

Ýmsir sáu þó óheilla blikur á lofti nokkru áður en gátu lítt aðhafst vegna ESB reglna og ótrúar á að góðæri gæti breyst í hörmungar á einni nótu.  Stór hluti vandans var líka Samfylkingin sem var límd við peninga púkanna og forsetann sem hafði hafnað fjölmiðlalögunum og þar með tekið allt vald af þjóð kjörinni  stjórn. 

Það olli því að mátturinn var eingin og stjórnin var bara frauðgúmmí.  Ég þakka Ólafi Grímssyni  fyrir að hafna Icesave kjánaskap Steingríms, Svavars og Jóhönnu.  En það  var hreint ekkert á vísan að róa hjá Ó. Grímssyni  enda þurfti hann að hugsa lengi og hann fékk næði til þess.  Þar með er ljóst að svona er ekki hægt að láta stjórnsýsluna  ganga .

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sú staðreynd að ekki skuli vera barið í potta og kastað grjóti til að mótmæla nú eins og í fyrra sýnir eingöngu að grjótkastararnir og pottafólkið er allt í VG og Samspillingunni.

Það er kannski þess vegna sem SJS og JS sjá ekki hvað er í gangi. Þau skilja sennilega ekki mótmæli nema í formi grjótkasts og pottaglamri. Kosningar skipta þau engu máli. Hvað þá skoðanakannanir. 

Gunnar Heiðarsson, 3.4.2010 kl. 17:20

2 identicon

Prófa ad uppfaera..

Per (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 21:37

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 sæll Hrólfur! "Svona er ekki hægtað láta stjórnsýsluna ganga",Við verðum þá að taka í bremsurnar.

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2010 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband