28.3.2010 | 22:47
Samfylkingin er ónothæf með öllu:
Kommunistar unnu að því leynt og ljóst að koma Íslandi með öllum tiltækum ráðum undir vald Sovétríkjanna . Sovétríkin voru þeirra átrúnaður á sama hátt og átrúnaður manna á önnur öfga trúarbrögð. Þannig var þetta og þó að sumir þeirra hafi haft þann þroska að geta skipt um trú þá eru aðrir sem aldrei þykjast hafa haft hanna. Pólitík er af sama meiði og trú en trúarbrögð voru stjórnkerfi fornra samfélaga.
Trú Samfylkinga manna er mjög öfgafull og líkt og með kommunista áður þá er þeirra megin markmið að koma Íslandi undir vald Sovét Evrópu. Samfylkinga fólk heldur að Samfylkingin sé krata flokkur í líkingu við Skandinavíu krata. Það er mesti misskilningur, því að þó Íslenskir kratar hafi einhvertíma gert góðverk þá hefur það aldrei hent Samfylkinguna, enda er hún samsafn úr flokkum og flokksbrotum sem allir reyndu að ná til kjósenda út á ný nöfn.
Jóhönnu Sigurðardóttur hefur nú tekist að tefja allt endur reistnar starf í landinu á annað ár. Hún byrjaði á því að sundra bæði þingi og þjóð með óraunhæfum kröfum vegna aðildar umsóknar að ESB, akkúrat þegar mest þörf var á samstöðu. Hún þjösnaðist á þessu máli og allt annað máti lönd og leið á meðan, og þvílíkur er greindarskorturinn að hún skilur ekki en og hjörð hennar ekki heldur að þá lagði hún stærstu borðin í líkkistu stjórnar sinnar.
Hallæri eru kjör aðstæður fyrir þjóðníðinga og allt átti að lagast bara við að sækja um aðild að ESB og allir áttu að verða vinir okkar. Það reyndist ekki bara rangt heldur hrein og klár lygi. Dómgreindarskortur Jóhönnu Sigurðardóttur er með þeim hætti að það verður að láta hanna og hennar nánasta samstarfsfólk brenna út svo það fáist endanlega friður fyrir þessum hroka fullu afglöpum. Jóhanna er í eðli sínu rola en er núna að sína VG að hú þori alveg svo að þeir skuli nú bara hlíða og það gerir Steingrímur en hann gæti átt í basli með suma.
Athugasemdir
Sæll Hrólfur! Ýmynd Jóhönnu hefur aldeilis breyst í mínum huga. Nú kennir hún þeim sem harðast börðust fyrir óréttmætum kröfum GB. og NL. um tafirnar á endurreisnarstarfinu,að ég tali nú ekki um forsetann. "Kona líttu þér nær" var mér efst í huga,þegar ég las úr þessari flokksræðu hennar. Það gengur ekki lengur að krjúpa fyrir erlendu kúgunarvaldi,það sem þau kalla samninga,er ekkert nema gróf kúgun.
Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2010 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.