21.2.2010 | 12:17
Ný stjórn notar ekki gömul axarsköft:
Það er skrítin speki að stjórnarskipti í Hollandi valdi vandræðum til lausnar Icesave. Forystumenn Breskra og Hollenskra stjórnvalda eru vel meðvitaðir um sín axarsköft í þessu máli. Þeirra vandi er hinsvegar sá sami og rolunnar í Íslenska forsætisráðuneytinu og sjálfum glaða pikkalósins í utanríkisráðuneytinu , sem og hins óráðvanda fjármálaráðherra.
Það er ekki einfalt að snúa sig úr þeirri stöðu sem þetta fólk er búið að kjafta sig í, án þess að missa allt niður um sig. Þess vegna er núna verið að útvatna málið hægt og í smá áföngum til að loka skellurinn verði minni. Mér er nær að halda að þetta skipulega undanhald, sé unnið í góðu samráði Steingríms við Breta og Hollendinga.
Ný Hollensk stjórn sem tekur við eftir svona afgöp forvera sinna, gerir ekki sömu mistökin, ef hún veit staðreyndir málsins og óumbreytanlega stefnu okkar, sem er að við borgum ekki skuldir annarra.
Eftir 6 mars þá þarf ekkert að ræða frekar við Breta og Hollendinga. Það þarf hinsvegar að ræða við ESB og fá við því svar hvort það ætlar að halda áfram að ljúga með þögninni eða segja sannleikan. Það þarf að ræða við AGS og fá við því svar hvort hann ætlar eða ætlar ekki.
Það er eingin ástæða til að við látum endalaust ljúga að okkur. Spár og hótanir um hörmunga okkur til handa hafa ekki ræst.
Verum ærleg við okkur sjálf og stöndum saman 6 mars og segjum NEI. Það er okkar þyngsta vopn gegn yfirgangs öflunum.
Athugasemdir
Ég er algerlega sammála þér Hrólfur, við verðum!! að standa saman, látum ekki kúga okkur niður í skítinn.
Eyjólfur G Svavarsson, 21.2.2010 kl. 12:45
Mæltu manna heilastur! stöndum saman gegn kúgurum almennings!
Kv. JIK.
Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.