Svo lítur út sem Birni Bjarnasyni sé í nöp við Fullveldisdaginn fyrsta des,

en því kærari sé honum Lýðveldisdagurinn sautjándi Júní og er það mér að meinalausu.  Birni finnst það skrítið að mönnum skuli detta það í hug að gera sér daga mun af og til fyrsta des, en það er nú kannski ekkert skrítið, þar sem almennt er gert meira með sautjánda júní heldur en fyrsta des.

 Mér er það ljúft að segja að í áratugi studdi ég Sjálfstæðisflokkinn, en svo kom Bjarni Ben sem er flækjufótur og handónýtur foringi og þá ríkir áttleysi, stefnuleysi og í viðbót kærulaust, ískalt rænuleysi, fyrir gildum grundvallar stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins.

Hver sem vill getur náttúrulega lesið sögu Björns Bjarnasonar laugardaginn fyrsta des 2018.

„Fullveldisdegi fagnað“.

En er ekki eitthvað sérstakt við þetta ágrip af sjálfstæðissögu okkar og hvergi minnst á heiður neins nema kannski Bjarna frá Vogi.  Þar komu ýmsir ágætismenn við sögu og mögulega ekki allir sammála eins og stundum er.  Svo lítur út  núna, sem Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætli með leyndar hyggju  að lauma okkur þegjandi og hljóðalaust inní í þetta ókjörna ESB stjórnræði á agúrkusneiðum plús stórum orkupökkum.  

Það er þá meiri andskotans Kvislinga áhöfnin sem skipar þingflokk gamla Sjálfstæðisflokksins  okkar, ja það er þá ekki mikið þó hann rotni atkvæða laus í saltlausri tunnunni.

 


Bloggfærslur 2. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband