Skrítið !! Svo sýnist sem Björn Bjarnason telji það mjög þarft að þriðji orkupakki Evrópusambandsins verði samþykktur.

Fari ég með rangt mál, þá væntanlega leiðréttir Björn Bjarnason mig.

Þó að Gunnar Bragi, þing og ríkisstjórn hafi haft trú á ágæti þessa svo nefnda þriðja orkupakka á einum tíma þá er það nú svo Björn Bjarnason, að er tímar líða og mál skýrast, þá hendir það líka að skoðanir breytast og tel ég að það sé heimilt að skipta um skoðun á stundum.  

Við sem teljum nú, að þessi þriðji orkupakki sé eitraður erum þakklát fyrir alla liðveislu sem okkur stendur til boða við að hrinda þessari óværu frá og salta hanna endanlega niður í gröf sína.

Um fund þeirra David Cameron og Sigmundar Davíðs á sínum tíma vitum við fátt annað en að þeir höguðu sér frekar kjánalega þá er að þeim beindust myndavélar og þessi hrokafulli forsætisráðherra Breta og dóni David Cameron neitaði að biðjast afsökunar á hrottaskap fyrirrennara síns, hrossinu Gordon Brown forsætisráðherra á þeirri tíð sem og slepjunni Alister M. Darling fjármálaráðherra er þeir lýstu Íslendinga hryðjuverkamenn.

Munum að enn hefur eingin til þess bær beðist velvirðingar beðist á þessu skítkasti á okkur Íslendinga úr þinghúsi Breta.

Sá á skömmina sem framdi hana.


Bloggfærslur 16. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband