Þögn um heils árs þjóðvega samband Seyðisfjarðar ???

Það virðist eins og að það sé orðinn pólitískur siður hér á Íslandi að þegja um mál sem ekki er samstaða um. Þannig var það með Icesave, Bjarni þagði fram á síðasta dag en snérist þá til liðs við Steingrím og Jóhönnu og nú er Steingrímur forseti Alþingis í boði Bjarna Ben. Þannig var þetta með orku pakkana alla þrjá og það er fleira, en þetta dugar að sinni.

 

Fyrir nokkru kom varð til umræða um að kominn væri tími á að tengja Seyðisfjörð með nútíma vegasambandi við þjóðvegina og leist ýmsum vel að gera það með því að grafa göng úr Seyðisfirði og til Mjóafjarðar og svo önnur göng úr Mjóafirði svo komast mæti sem snarast á Eyvindarárdal og þaðan er ekki langt á þjóðveginn skamt frá Egilstöðum.

 

En þá kom í ljós að nokkrir íbúar Seyðisfjarðar vildu ekki einhverja, gangna búta, heldur löng almennileg göng að heiman (einka göng)frá sér og að Egilstaðaflugvelli og þarmeð varð ljóst að íbúar á Seyðisfirði vildu sumir hverjir, engin sambönd hafa við nágranna sína í Fjarðabigð og vildu hafa göng útaffyrir sig sem aðrir hefðu ekkert gagn af að nota. Þarmeð verður ekki mikil umferð um þessi löngu dýru göng þannig að þau borga sig seint. Annað hefði verið með þrenn tiltölulega stutt göng í Mjóafirði, þau hefðu mun fleiri notað. En nú er þögn og þá er nokkuð ljóst hvert stefnir.

 

Þegar lokið hefði verið að koma Seyðisfirði í samband við þjóðveginn á Eyvindar árdal sem væri klárlega mun fljótlegra heldur en biðin eftir að öllum örigiskröfum sem fylgja löngum göngum verði uppfylltar og svo uppákomum sem yfirleitt verða því fleiri sem göng verða lengri, Þá hefði mátt útfæra Þessa Mjóafjarðar hugmynd frekar með einum göngum í viðbót, til Norðfjarðar og þá tæki um 20 til 30 mín. að fara frá Seyðisfirði og að Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað.

 

En um Fjarðarheiðargöng tæki það minnst klukkutíma að sumri, Það vantar aðra tengingu en Fagradal, úr Fjarðabigð og uppá Eyvindarárdal. Er það ekki þannig á Íslandi, að vegagerð sé hagað svo að sem flestir geti notað þá vegi ?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Hrólfur, þú hreifir þarna við viðkvæmu máli og mikilvægu.

Þú segir m.a. "Þá hefði mátt útfæra Þessa Mjóafjarðar hugmynd frekar með einum göngum í viðbót, til Norðfjarðar og þá tæki um 20 til 30 mín. að fara frá Seyðisfirði og að Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupstað."

Það er rétt að halda til haga að þessi hugmynd um jarðgöng á milli Seyðisfjarðar - Mjóafjarðar - Norðfjarðar, og með göngum uppfrá Mjóafirði upp í Hérað voru efst á lista sveitarstjórnarmanna á Austurlandi og kölluð Samgöng.

Þegar Fjarðarbyggð varð til sem sveitarfélag og Alcoa kom til sögunnar fóru línur að óskýrast. Göng úr Fáskrúðsfirði yfir í Reyðarfjörð komust í forganga þrátt fyrir að þar væri ekki verið að rjúfa neina vetrareinangrun byggðarlaga. Síðar kom Fjarðarbyggð nýjum Norðfjarðargöngum fram fyrir vegna aukinnar umferðar um Oddskarðsgöng, sem voru barn síns tíma, -vegna tenginga innan Fjarðarbyggðar og starfa í Alcoa.

Það er varla nema von að Seyðfirðingum svíði sem búa enn við sína vetrareinangrun sem markmiðið var að rjúfa fyrir meira en aldarfjórðung síðan. Að öðru leiti er ég sammála þér hvað þetta mál varðar, með því fororði að Seyðfirðingar njóti þess forgangs sem þeir hafa verið sviknir um hingað til.

Magnús Sigurðsson, 17.8.2020 kl. 15:00

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér fyrir Magnús og það er rétt hjá þér að auðvita voru Seyðfirðingar sviknir og það gerðist er Vaðlaheiðargöng voru tekin framfyrir öll göng sem þá voru komin á áætlun og raskaði sú flónska eða ruddaskapur mikilvægu skipulagi og olli töfum á mjög þörfum samgöngubótum sem ekki er búið að bíta úr nálinni enþá.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 17.8.2020 kl. 15:44

3 Smámynd: Ómar Geirsson

En svik eiga ekki að vera ávísun á heimsku.

Góður pistill með góðum athugasemdum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.8.2020 kl. 16:41

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Ómar, það kom á óvart að til væru einstaklingar sem kenndu nágrönnum sínum um tafir á samgöngu bótum sem urðu vegna ruddalegrar og afspirnu klaufalegrar framkomu manna sem settu Vaðlaheiðagöng fram fyrir allt sem hafði verið komið í framkvæmdar reglu áður.

 

En það ætti ekki að hafa áhrif á skynsamlegar ákvarðanir við þessa framkvæmd. Annars er engu að treysta með þennan mannskap í stjórnar ráðinu.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.8.2020 kl. 19:48

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er rétt að árrétta að hugmyndin um "Samgöng" var sveitarstjórnarmönnum á Austurlandi hugleikinn seint á síðustu öld og þá var til Austurlands kjördæmi sem varð Norðaustur kjördæmi. 

Það má svo sem segja að Vaðlaheiðargöng sé forgangsröðun samgöngubóta á Austurlandi óviðkomandi. Hins vegar er Vaðlaheiðarvitleysan eitt skýrasta dæmið í seinni tíð um kjördæmapot, sem varð nánast öllum landsmönnum til skaða.

Sameiningar sveitarfélaga og kjördæma hefur hins vegar stórskaðað Austurland, sem er nú aðeins svipur hjá sjón frá því sem áður var.

Magnús Sigurðsson, 17.8.2020 kl. 20:30

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jú Magnús, Vaðlaheiðagöng töfðu bæði fyrir austan og vestan, vegna þess að verkið lenti á ríkinu sem aldrei átti að vera.

Vegna þess að það var yfirlýsing frá forsprökkum Vaðlaheiðaganga að þessi göng myndu ekki kosta ríkið neitt, þau myndu borga sig sjálf. 

Þannig að ef það gengi ekki eftir þá átti ríkið ekki að forða félaginnu frá gjaldþroti.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.8.2020 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband