Vilji sendiherra bandaríkjanna Hafa vopn í sendiráðinu,

þá sé eg því ekkert til fyrirstöðu. En met manninn að meiru fyrir að biðja um leyfi. Það voru vopn í þýska sendiráðinu fyrir stríð og ýmislegt fleira sem ekki var beðið um leyfi fyrir.

 

Til athugunar að þá hafa margir Íslendingar leyfi til að hafa skotvopn heima hjá sér, hversvegna ekki sendiherra Bandaríkjanna? Æsinga og skemmda verkamenn hafa mjög haft sig í frammi í bandaríkjunum og því skynsamlegt að hafa varan á sér því hér er allt gal opið og það væri ekki skemtilegt fyrir okkur ef að óhapp henti Sendiherrann sem við værum búinn að banna að verjasig.

 

Heldur þykir mér líklegt að vopn hafi verið og séu enn í sendiráði Rússa og Kínverja, en þar á bæjum er ekki vani að biðja um leyfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það sem mér þykir merkilegt við þessa beiðni er þörfin á henni hérlendis.
Er Ísland ekki eins öruggt land og við íbúar teljum okkur trú um?

Kolbrún Hilmars, 28.7.2020 kl. 11:31

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér fyrir Kolbrún. Ég myndi ekki telja mikla hættu af íslendingum þó að til virðist nokkuð af fólki hér sem virðist hata Bandaríkjamenn. En hvað vitum við um aðra, svosem bandaríkja menn sem uppá síðkastið hafa gengið berseksgang.

 

Brotið og bramlað rifið niður gömul minnismerki drepið ó breyta og lögreglumenn, þannig að við búnaður hefur verið þar meiri og geri ég frekar ráð fyrir að sendiherrann óttist frekar þannig fólk en Íslendinga.

 

Það eru líka ýmsir sem hafa horn í síðu Bandaríkjamanna og gætu látið sér detta í hug að það mæti gera Bandaríkjamönnum skráveifu hér frekar enn annarstaðar. Og hversvegna mæti hann ekki hafa vopn á heimili sínu eins og svo margir Íslendingar.

Ég þekki þennan mann að vísu ekki neitt, en tek varlega mark á fólki sem heldur því fram að hann sé ruglaður.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.7.2020 kl. 14:52

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég er þér sammála Hrólfur. Furðulegt er það hversu lítið ber á þeirri gömlu og góðu siðvenju að virða beri fyrirmenn og sendiherra erlendra þjóða. Auk þess eigum við Bandaríkjamönnum svo margt að þakka, fyrir þeirra tilstuðlan auðgaðist þjóðin mikið eins og allir ættu að vita, í stríðinu. 

Þótt ekki væri nema til að auka hugarró mannsins í brjáluðum heimi ætti hann að mega vopnbúast eins og á sínum heimaslóðum. Eins og svo margt annað á okkar tímum hefur þetta mál farið í pólitískar skotgrafir og hér eru Vinstri grænir að sýna vald sitt einu sinni enn í þessu stjórnarsamstarfi. 

Mér finnst þetta ekki stórt mál, en óþarfi að styggja erlendar þjóðir og valdamiklar að auki. Ég býst við að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum dragi þá ályktun af þessu að Íslandi sé stjórnað af kommúnistum, því miður, þrátt fyrir það traust sem Guðlaugi Þór utanríkisráðherra hefur tekizt að skapa að undanförnu á milli okkar og þeirra.

Ingólfur Sigurðsson, 29.7.2020 kl. 02:30

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

já Ingólfur og það voru Bandaríkja menn sem viðurkendu fyrstir allra sjálfstæði okkar Íslendinga, sem og takið eftir, að Íslandi þá var hvorki stjórnað af kommúnistum né öðrum kratískum hauga mat, heldur sjálfstæðumm Íslendingum.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.7.2020 kl. 09:25

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Það er einfaldlega ólöglegt að bera vopn hér á landi nema um sé að ræða lögreglu og ef e-r telur sig í sérstakri hættu. Þá þarf að sýna fram á hættuna.

Ef maðurinn telur sig í hættu, er hann þá ekki einfaldlega að sækjast eftir röngu starfi ? 

Líklega deyr svo þessi fáránlega fyrirspun drottni sínum, trúðnum í Hvíta húsinu verður væntanlega skipt út. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.7.2020 kl. 20:54

6 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Hef heyrt að hann telji sig í hættu vegna þess að hann sé Gyðingur. Hann kemur frá landi sem þrífst á paranoju. Svo er eitt, ef hann fær frethólk í hendurnar má hann þá bara plaffa þann niður sem hann ímyndar sér að sé að gera grín eða ógna honum?

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 30.7.2020 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband