Af hverju fjóra þegar einn dugar?

Evrópusambandsumræða er ekki mikil á meðal almennings í landinu, vegna þess einfaldlega að það er búið að ræða það mál í mörg ár og flestir búnir að fá upp í kok af þessu kjaftæði sem hefur kostað okkur mikla peninga en þó fyrst og fremst tíma, heilt kjörtímabil fór í þessa þvælu, engum til gagns en mörgum til leiðinda.

Skilji ég rétt þá eru nú í framboði til alþingis níu ESB flokkar og nú rétt fyrir kosningar eru fjórir þeirra að tala sig saman um stjórnarsamstarf eftir kosningar.

Þeirra  niðurstaða er að ágreiningur milli þessa fjögra flokka séu svo litlir að þeir skipta ekki máli í samstarfi þeirra í væntanlegri ríkisstjórn. 

Hvað þíðir sú niðurstaða, jú hún þíðir það að þarna eru fjórir flokkar allir á sama máli og gætu því málefnalega verið einn og sami flokkurinn.  Tilhvers þá fjórir ef einn væri nóg.  Jú það þarf fjóra vegna þess að einn flokkur þarf bara einn formann en fjórir flokkar fjóra. 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er nokkur tími síðan að flokkarnir komu undir,í sunnudags pistli PV.spaugar Ragnhildur Kolka með að nú sé fjórflokkurinn að fæðast! Enginn þeirra tímir að sleppa formannstitlinum,ef að líkum lætur. 

Helga Kristjánsdóttir, 25.10.2016 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband