Nú er sagt að einhver ráðuneytisstjóri hafi skrifað undir samning

 við Sameinuðu þjóðirnar. Samning sem á að varða landamæri okkar og málfrelsi.  En samningur er eins og  flestir hljóta að skilja, sem samkomulag sem tveir eða fleiri hafa komið sér saman um.

 Mér vitanlega hefur eingin umræða farið fram um þetta mál, þannig að hafi einhver skrifað nafn sitt á blað merkt sameinuðu þjóðunum, þá er það ekki samningur milli okkar Íslendinga og Sameinuðu þjóðanna þar sem aldrei hefur farið fram nein umræða um þetta blað, hvað þá gerður samningur.

 Þetta getur þó sem best verið samningur milli ráðuneytisstjórans og sameinuðu þjóðanna, enda veit ég ekkert hvað þeim hefur farið á milli.   En skálkar og skálkaskjól geta svo sem leikið sér í  fullorðins feluleikjum, en það bindur mig ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Laukrétt hjá þér, Hrólfur félagi, þetta er ekki samningur þjóðar okkar og SÞ, enda hafa stjórnvöld markvisst séð til þess, ásamt Fréttablaðinu og Rúv, að helzt engin umræða farið fram um þetta mál ...

"Þetta getur þó sem best verið samningur milli ráðuneytisstjórans og Sameinuðu þjóðanna," segirðu, ágæt ábending, og þetta bindur okkur ekki eða á ekki að gera það, en það er þó það sem Sjálfstæðisflokkurinn vill, rétt eins og Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi, því að málið var samþykkt í ríkisstjórn þeirra í liðinni viku, og ráðuneytisstjórinn er undirtylla Katrínar.

Þetta eru hrein svik þessara flokka, málið var aldrei boðað sem markmið þeirra í kosningabaráttunni 2017. Þetta eru þeirra Versalasamningar, og má þá ætla, að þau fari flatt á því. 

Svo lýgur þetta lið blygðunarlaust um að þetta muni ekki hafa áhrif hér: Björn Bjarnason og Áslaug Arna (alþm. og ritari Sjálfstæðisflokksins) og Katrín Jak. og ráðuneytisstjórinn, sem var send(ur) til Marokkó, láta eins og þetta muni ekki hafa nein áhrif á löggjöf hér, en það er hrein (nei, óhrein) LYGI, sbr. þetta ákvæði: "The Global Compact is a non-legally binding cooperative framework that recognizes no State can address migration on its own due to the inherently transnational nature of the phenomen" -- það verður ætlazt til þess, að lög okkar lúti þeirra leiðsögn, enda segir Alþjóða-Rauði krossinn, að þessi Marokkósamningur sé "siðferðilega bindandi" (sjá góða Mbl.-grein í dag um málið, bls. 43).

Vertu ævinlega blessaður.

Jón Valur Jensson, 13.12.2018 kl. 09:13

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og ENNÞÁ hefur þessi ríkisstjórn ekki látið þýða þennan sáttmála á íslenzku, það sýnir bezt, að hún hefur reynt að bregða fæti fyrir það, að hann yrði kynntur hér og umræða gæti farið fram um hann, og þetta eykur enn á ábyrgð þessara stjórnvalda einna saman, en EKKI OKKAR, sem ætlum okkur að hrinda þessari ólögmætu, umboðssnauðu samþykkt. Eða var hún t.d. borin undir utanríkismálanefnd Alþingis eða velferðarnefnd eða stjórnsýslunefndina? Nei, aldeilis ekki! 

Jón Valur Jensson, 13.12.2018 kl. 09:20

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér fyrir þetta Jón Valur sem og margt annað.

 Það er ekki alveg ljóst hvaða hvatar það eru sem reka ráðherra til að hefta frelsi okkar og sjálfstæði.  En það er vitað að sumar stórar stofnanir nota peninga sem gulrót og munum þegar Davíð Oddsyni voru boðnar miljónir til að breyta skoðunum sínum en hann hafðir æru og staðfestu og sagði nei.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 13.12.2018 kl. 12:52

4 identicon

Ótrúlegt ef satt er. Hvernig höndluðu Danir, Norðmenn og Svíar þetta mál?

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 13.12.2018 kl. 17:07

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Norðursvíar, smásaman áttuðuðu sig á því að því sem mosku byggingar færðust norðar þá jukust samskipta vandræðin og þeir skilja nú að moska er ræktunarmiðstöð sem ræktar með múslímum stolt, þor, og skilning á því að múslímum er nauðsynlegt að líta niður á Svía.   

Hrólfur Þ Hraundal, 13.12.2018 kl. 19:12

6 Smámynd: Haukur Árnason

Ætli Sameinuðuþjóðirnar noti úrreikninginn frá ESB, sem Gústaf Adolf vitnat í.

1000 manns á hvern ferkílómetra ?

"Þakka innlitið gott fólk og athugasemdir. Kolbrún, skv. ESB geta 1000 íbúar búið á einum ferkílómeter eða 105 milljónir manns á Íslandi. Ef eldfjöll og jöklar eru dregið frá....ég veit ekki hvernig þeir hafa reiknað þetta út, Danmörk á að taka 37,6 milljónir, Finnland 332,7 milljónir, Írland 65,6 milljónir o.s.frv. Samtals tæpir 4 miljarðir manns í ESB. Þeir kalla þetta samstöðu innan ESB. Það þarf geinilega einhvern Rosa-Dag til að þétta byggð Reykjavíkur fyrir allt þetta fólk....."

Haukur Árnason, 13.12.2018 kl. 23:35

7 identicon

 https://samnytt.se/trotsar-bryssels-forbud-att-demonstrera-mot-fn-avtal-politikerna-ignorerar-folkets-vilja/

Þegar stjórnmálamenn eru fullkomlega á móti fólkinu, þá er stutt í borgarastyrjöld.
Bróðurpartur Evrópu lyktar af vinstri pólitískum skít, sem aldrei getur endað vel.
Einu ríkisstjórnirnar sem vernda sitt fólk eru í Austur Evrópu og sem þekkja kúgun vinstri aflana. 
Borgarstjóri Brussel vill banna og stöðva mótmæli borgarbúa sem vilja mótnæla SÞ samningnum.
Nú er svo komið að ekki má segja neitt um heimskupör ráðamanna vegna hættu á sektum og áníðslu af þeirra hálfu. Ekta socialism.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 14.12.2018 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband