Hvar er Guðlaugur Þór?

Ekki taldi ég þörf á að hafa eftirlit með honum, en í ljós er að koma að það var misráðið að gera hann að utanríkisráðherra, því hann reynist vera undirförul og falskur, upppumpaður af  þeirri grillu margra þingmanna og ráðherra að lýðurinn skipti ekki máli. 

Það séu þeir og bara þeir þingflokkurinn og ráðherrarnir sem einhvers gildi séu. Ég nefni að hann fyrir okkar hönd niðurlægði okkur með því að lýsa því yfir að Ísraelar mætu ekki ráða sinni höfuðborg sjálfir.  Hann hefur og líst því yfir að hann ætli að styðja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, og ekki veit ég kvað hann er að bauka núna snáðinn sá.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Upppumpaður, fínt orð, ratar beint í orðasafn Þórarins Eldjárn og einhvers félaga hans (Hjörleifs Sveinbjörnssonar?) um þriggja-sömu-stafa-orð (eins og þátttakandi) í Skólablaðs-grein fyrir um hálfri öld. Þar fyrir utan á "upppumpaður" hér listilega vel við.

Jón Valur Jensson, 11.12.2018 kl. 04:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband