Nú eru sjómenn að verða hallærislegir.

Stétt sem kallar sig sjómenn og telja sig yfir aðra hafna og hafi þar með eignarrétt á öllum fiskum  við Ísland, nenna nú um mundir ekki að veiða fiska og þar með eru engir fiskar veiddir. 

Fiskum, fiskvinnslufólki  og mörkuðum er því haldið í gíslingu af þessum hetjum hafsins sem bera enga virðingu fyrir neinu nema sjálfum sér og skilja ekkert í samvöxnum hagsmunum.

Ætli sjómenn að rústa árangri kynslóða við að finna og viðhalda mörkuðum fyrir fisk sem þeir lifa á sem og margir aðrir þá er ekkert annað að gera en að fá tildæmis Breta og Norðmenn til að veiða íslandsfisk þar til við höfum komið okkur upp tækjum og skárri manskap sem vill vinna þetta án þess hroka sem sjómenn eru að sína okkur núna.  


Bloggfærslur 7. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband