Hversvegna gengur Sjálfstæðisflokknum svona seint að ná vopnum sínum, sem þó eru til í grundvallar stefnuskrá flokksins?

  En þessi gamla góða grundvallar stefnuskrá hefur ljóslega glatast í einhverri kompu þar sem nýungaglaðir Evrópusambandssinnar og aðrir flækju fætur hafa hent henni sem gamaldags rusli og vilja ekki að finnist.  En ykkur að segja þá eru þar öll vopn sjálfstæðisflokksins eins og að vopn okkar Íslendinga liggja í okkar gömlu Stjórnarskrá. 

Formaðurinn er ágætur í fjármálum og hefur sýnt að hann getur hugsað þokkalega skírt en hann lætur stjórnast af Evrópusjúkum kerlingum og peningapungum sem sjá í Evrópusambandinu allt fullt af óbrunnum Evrum, sem spýtast útúr prentvélinni sem keyrð er í örvæntingu á fullu. Formaður er verkstjóri og verkstjóri er til þess að stjórna,  svo heyrist formaðurinn segja að hann geti ekkert skipt sér af því sem aðrir ráðherrar eru að gera???

Það  er því vænt um að trójuhestar Evrópusambandsins í Sjálfstæðisflokknum flytji sig yfir til Viðreisnar, það verður þá skýrara fyrir hvað þessi Viðreisn stendur. Það er líka til bóta að þeim fækkar í Sjálfstæðisflokknum sem hræra í formanninum ístöðulausa og í því sambandi mynni ég á Icesave og líka það að Evrópusambandsinnar geta ekki verið sjálfstæðismenn, svo ljóst sem það blasir við. Flokkur sem ekki kann að verja sig fyrir óværum, er náttúrulega bara rekald og hefur þar með enga fasta stefnu. 

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er að stela Sjálfstæðisflokknum frá okkur kjósendum, eins og sést á landsfundarsamþykktum sem svo eru bara hunsaðar, og er um lítið skárri framkomu að ræða heldur en hins siðblinda skallagríms.  Ég er frekar íhaldssamur og skipti ógjarnan um lið, en þegar fram er komin flokkur sem segir upphátt stefnuskrá sína og í henni eru mörg þau brýnu mál sem hvergi eru nefnd í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, þá fer maður að ókyrrast.

 Af hverju getur formaðurinn aldrei talað nema til að verjast?  Af hverju getur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ekki komið fram sem samstæður flokkur og sagt okkur hvernig hann hyggst bregðast við hinum ýmsu málum sem brenna á okkur nú? 

Ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ætlað að láta þessi innflytjandamál bara reka sig sjálf, þá endar það með þvílíkum hörmungum að svefngenglarnir í þingflokknum með menntamálaráðherrann í forustu hafa aldrei dreymt um slíkt.

  , 


Bloggfærslur 7. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband